Fara í efni

Mangó mús – eggjalaus

Þessi tekur ekki langan tíma að verða klár.
Mangó mús – eggjalaus

Þessi tekur ekki langan tíma að verða klár.

Þessi uppskrift er eggjalaus og hentar vel fyrir græmetisætur og vegan.

Uppskrift passar í tvö góð desert glös eða skálar.

Svo það má stækka hana.

 

 

 

 

Hráefni:

2 meðal stór mangó , skorin í bita

½ bolli af þeyttum rjóma

2 msk af léttvíni eða líkjör ( þitt er valið)

2 msk af hunangi

Og svo má skreyta eftir smekk hvers og eins.

Leiðbeiningar:

Í blandara skaltu skella mangó, víninu og hunangi.

Látið blandast þar til þetta er orðið mjúkt.

Bættu núna þeytta rjómanum saman við og hrærðu lengur.

Flott er að bera þetta fram í desert glösum á fæti en auðvitað er það hvers og eins að velja.

Skelltu nú blöndunni í stóra skál (eða skál sem þetta passar í) og láttu standa í ísskáp í um 20 – 30 mínútur eða lengur.

Þegar þú berð þetta svo fram er flott að skreyta jafnvel með myntulaufum og söxuðu dökku súkkulaði.

Athugið:

Það má tvöfalda eða þrefalda þessa uppskrift og það er hægt að nota aðra ávexti eins og t.d banana eða jarðaber.