Timían kjúklingur međ stökku beikoni og sveppum frá Eldhúsperlum

Ţessir réttur er virkilega bragđmikill og góđur. Sveppir og beikon passa alltaf svo vel saman og bragđiđ af timían og sítrónu smellur alltaf.

Klassísk samsetning. Virkilega gaman ađ bera réttinn fram á fallegu fati međ stökku beikoninu stráđu yfir og saxađri ferskri steinselju.

 

 

Timían kjúklingur međ beikoni og sveppum (fyrir 4):

Hráefni:

 • 4 kjúklingabringur
 • 2 bakkar Flúđasveppir
 • 1 bréf beikon (lítiđ)
 • 2 dl hvítvín (má sleppa og nota meira kjúklingasođ)
 • Safi úr 1/2 – 1 sítrónu (fer eftir stćrđ, ég notađi bara 1/2)
 • 3 dl kjúklingasođ (vatn+kjúklingakraftur)
 • 3 msk rjómi
 • Salt, pipar og ţurrkađ eđa ferskt timían
 • Smávegis af ferskri steinselju

Ađferđ:

Byrjiđ á ađ kljúfa kjúklingabringurnar í tvennt eftir endilöngu á ţykktina og berjiđ ţćr svo međ kjöthamri eđa botni á potti ţannig ađ ţćr ţynnist ađeins. Kryddiđ međ salti, pipar og timían. Skeriđ beikoniđ í litla bita og sveppina í frekar stóra bita. Hitiđ pönnu viđ háan hita og steikiđ beikoniđ ţar til ţađ verđur stökkt. Takiđ ţađ af pönnunni og fćriđ á eldhúspappír.

Steikiđ ţví nćst kjúklinginn ţar til hann er nánast alveg fulleldađur. Takiđ hann ţá af pönnunni og geymiđ á diski.

Hćkkiđ hitann, setjiđ smá smjör eđa olíu á pönnuna og steikiđ sveppina ţar til ţeir hafa brúnast vel.Kryddiđ međ salti, pipar og timían. Ţegar sveppirnir hafa brúnast vel. Helliđ ţá hvítvíni á pönnuna og leyfiđ ţví ađ sjóđa ađeins niđur, tekur ca. 1-2 mínútur.

Bćtiđ ţá kjúklingasođinu og sítrónusafanum á pönnuna ásamt rjómanum. Leyfiđ ţessu ađ sjóđa ađeins niđur og smakkiđ til međ salti og pipar. Leggiđ ţví nćst kjúklinginn á pönnuna og látiđ hann hitna í gegn í sveppasósunni. Ţegar kjúklingabringurnar eru heitar í gegn rađiđ ţeim ţá á fat og helliđ sveppasósunni yfir.

Stráiđ ţví nćst stökku beikoninu og steinseljunni yfir og beriđ fram t.d međ einföldu salati. 

 

Uppskrift frá eldhusperlur.com

 

 

 

 


Athugasemdir

Svćđi

 • Um Heilsutorg
 • Twitter
 • Heilsutorg á Facebook
 • Mobile útgáfa af heilsutorg.com
 • Veftré