Fara í efni

Truflaður vegan súkkulaðisjeik með fudge sósu

Truflaður vegan súkkulaðisjeik með fudge sósu

Á heitum sumardögum jafnast ekkert á við ís! En ef það er eitthvað tvennt sem ég fæ aldrei nóg af þá er það salat og ís!

Þú sást vonandi sumarsalötin sem ég deildi með þér í síðustu viku, en í dag deili ég með þér svo trufluðum súkkulaðisjeik að þú trúir varla að hann sé hollur!

Hann slær á hverja súkkulaðiþörf og ekki sakar hvað hann er fljótlegur því hann er aðeins úr 4 hráefnum!

DSC_3262
Eftir langan dag af myndatöku sátum við Tinna ljósmyndari alsælar í súkkulaðivímu og deildum þessum. Mér leið eins og ég væri í Grease myndinni með mjólkurhristing í háu glasi með röri! Alveg truflað…

DSC_3270

Ég skreytti minn sjeik með ristuðum heslihnetum og súkkulaði-fudge sósu.

DSC_3308

Truflaður vegan súkkulaðisjeik með fudge sósu


Ísinn

2 bananar, afhýddir og frosnir

2 msk dökkt lífrænt kakóduft

2-4 dropar stevia með súkkulaðibragði og 1 tsk kókospálmanektar/hlynsíróp

vanilluduft á hnífsoddi

örlítið af vatni eða möndlumjólk

Súkkulaði-fudge

2 msk kakóduft

4 msk kókospálmanektar/hlynsíróp

2-4 dropar stevia

2 msk kókosolía, brædd í vatnsbaði og 1 msk vatn

salt eftir smekk

Ofaná

ristaðar heslihnetur eða möndlur

kakónibbur

1. Byrjið á að útbúa dásamlegu súkkulaði-fudge sósuna með því að bræða kókosolíuna. Setjið hráefni í blandara og vinnið á lágri stillingu þar til silkimjúkt. Bragðið og bætið við sætu eftir þörfum. Geymið í kæli á meðan þú útbýrð ísinn.

2. Skerið frosna banana í bita og vinnið í matvinnsluvél eða blandara ásamt rest af hráefnum þar til ísáferð fæst. Bætið við vökva eftir þörfum. Ef blandarinn er kraftlítill er matvinnsluvél betri kostur.

3. Hellið í fallegt glas og berið strax fram með súkkulaði-fudge sósu, ristuðum hesilhnetum og kakónibbum! Rör eða skeið virka vel. Njótið!

DSC_3291

Súkkulaði klikkar aldrei og þessi sjeik ekki heldur.

Ég vona að þið njótið góðs af elsku vinir!

Það hefur verið virkilega gaman að ferðast hér um Evrópu og Asíu og getið þið fylgst með ferðum mínum betur á Instagram, Snapchat: lifdutilfulls og Facebook!


Heilsa og hamingja,
jmsignature