Fara í efni

Það er kraftur í hvítkáli

Erla Lóa næringarráðgjafi segir okkur hér allt um kraftinn í hvítkálinu og deilir með okkur einfaldri og góðri uppskrift.
Það er kraftur í hvítkáli

Erla Lóa næringarráðgjafi segir okkur hér allt um kraftinn í hvítkálinu og deilir með okkur einfaldri og góðri uppskrift.

Hvítkál inniheldur mikið magn af steinefnum og vítamínum: Kalk, Magnesíum, Fosfór, Járn, Kalíum, Brennisteinn og Joð. Hvítkál inniheldur vítamín eins og: A, B1, B2, B9 (fólínsýru), PP, C, K, U.

Þetta magn af steinefnum og vítamínum gefur mikla orku og kraft en samt eru ekki nema 25 kaloríur í 100 gr af Hvítkáli.

Það eru mörg óteljandi góð áhrif fyrir heilsuna sem við getum fengið úr hvítkáli. Fyrst og fremst styrkir það ónæmiskerfið vegna mikils magns af vítamínum auk þess er það er mjög ríkt af kalki.  Það er ekkert annað grænmeti sem inniheldur jafn mikið magn af kalki eins og hvítkál.

Í 100 grömmum eru 72 milligrömm af kalki. Það er rosalega bólgueyðandi, hefur andoxunarefni og getur verið bakteríudrepandi auk þess sem það er einnig ríkt af trefjum.

Kálið er ríkt af hollum fitusýrum eins og Ómega 3 og Ómega 6 og endurvinnur steinefna útfellingar (mikið magn af brennisteini þess vegna svo sterk lykt af hvítkáli þegar það er eldað).  Hvítkál er vatnslosandi en inniheldur ekki glúten þannig að þeir sem eru með sykursýki geta borðað nóg af hvítkáli. Annar styrkleiki þess er að það er með sterk litarefni (Clorofilla), sem hjálpar frumunum að binda þau efni sem þarf við framleiðslu rauðu blóðkornanna, þar af leiðandi er hvítkál tilvalið grænmeti fyrir blóðlítið fólk eða með lágt járnmagn í blóðinu. Snilldar grænmeti fyrir þá sem borða til dæmis ekki kjöt.

Ríkt af andoxunarefnum sem vinnur gegn sindurefnum. Hvítkál er frábær bandamaður gegn háum blóðþrýstingi vegna glútamínsýra og amínósýra sem það inniheldur.

Nýlegar rannsóknir hafa sýnt að hvítkál sem er í fjölskyldu krossblóma grænmetis, (eins og brokkolí, blómkál, rósakál o.fl.), eru fær um að endurvekja Nrf2, prótein sem tekur þátt í að koma í veg fyrir að það myndist stífla í æðum út frá uppsafnaðri fitu, sem eru helstu orsakir hjarta-sjúkdóma eins og hjartaáfalli, heilablóðfalli og æðakölkun.

Mæli með þessari frábæru uppskrift til að elda hvítkál og gera það enn betra. 

Þetta er gömul ítölsk aðferð og alveg rosalega góð:

Einn haus af Hvítkáli. Skera hann í sneiðar eins og báta. Setja sneiðarnar í eldfast mót. Setja eins og 1 ½ matskeið af grænni extra virgin ól yfir.

Skellu þessu í heitan ofn á 180 gráður í um það bil 40/50 mín.

Þegar þetta er tilbúið er mjög gott að setja litlar rendur af balsamic glass edik yfir.

Þetta er lostæti!!!

Njótið vel

Kveðja

Erla Lóa
www.cookandgolf.com 

grein af vef tiska.is