Fara í efni

Eggjabaka með mozzarella, basil og kúrbít – ALGJÖRT ÆÐI

Þessi baka er stútfull af grænmeti og afar góðri næringu og þú ert enga stund að búa hana til.
Eggjabaka með mozzarella, basil og kúrbít – ALGJÖRT ÆÐI

Þessi baka er stútfull af grænmeti og afar góðri næringu og þú ert enga stund að búa hana til.

Góð í morgunverð, hádegisverð eða kvöldmatinn, bara hrista saman ferskt salat og bera fram með bökunni. Einnig er afar gott að hafa hvítlauksbrauð með þessari.

Uppskrift er fyrir fjóra.

Hráefni:

2 msk af extra virgin ólífu olíu – eða þinni uppáhalds

1 ½ bolli af rauðlauk – skorinn í þunnar sneiðar

1 ½ bolli af kúrbít – saxaður í bita

7 stór egg, þeyta í skál

½ tsk af salti

¼ tsk af ferskum pipar

2/3 bolli af mozzarella kúlum, hafa þær í perlustærð c.a

3 msk af sólþurrkuðum tómötum

¼ bolli af ferskum basil – skorin þunnt

Leiðbeiningar:

Forhitið ofninn í 200 gráður og staðsetjið grind í miðjum ofni.

Takið nú pönnu (cast iron skillet) sem má fara í ofninn og hitið olíuna á henni. Hafið á meðal háum  hita.

Setjið lauk og kúrbít á pönnu og látið eldast þar til mjúkt eða í 3-5 mínútur.

Á meðan þetta eldast á pönnu skal þeyta saman eggin í skál ásamt salti og pipar.

Hellið svo eggjum yfir grænmetið á pönnunni. Lyftið brúnunum svo hrá eggjahræran nái að renna frá miðjunni og út í kanntana til að hún nái að steikjast. Hafið á pönnu í um 2 mínútur.

Raðið nú mozzarella kúlum og sólþurrkuðum tómötum ofan á bökuna og setjið pönnu inn í ofninn og hafið þar til baka er létt brúnleit. C.a 2-3 mínútur, en fer auðvitað eftir ofni.

Látið svo standa í 3 mínútur.

Toppið með basil.

Best er að nota spaða til að losa bökuna úr pönnunni. Byrja að fara með spaðann hringinn og svo undir og þá áttu að geta lyft bökunni yfir á skurðarbretti eða stóran disk.

Skerið í 4 sneiðar og berið fram með fersku salati og hvítlauksbrauði.

Njótið vel!