Fara í efni

Ávaxtasalat með quinoa og fleiri dásemdum

Þetta salat er alveg dásamlegt.
Ávaxtasalat með quinoa og fleiri dásemdum

Þetta salat er alveg dásamlegt.

Með quinoa, bláberjum, jarðaberjum, mangó og ferskri hunangslime dressingu.

 

Hráefni:

1 bolli af quinoa

2 bollar af vatni

Klípa af salti

Fyrir dressingu:

Safi úr 1 stóru lime

3 msk af hunangi

2 msk af fínt saxaðri myntu

Ávextirnir:

1 ½ bolli bláber

1 ½ bolli af jarðaberjum í sneiðum

1 bolli af mangó í bitum 

Mynta, söxuð vel og notuð til að skreyta

Leiðbeiningar:

  1. Notaðu sigti til að hreinsa quinoa undir köldu vatni. Bættu svo quinoa, vatni og salti á meðal stóra pönnu og láttu suðuna koma upp. Leyfðu þessu að malla í 5 mínútur. Lækkaðu hitan og láttu þetta nú sjóða í korter eða þar til allt vatn hefur gufað upp. Látið quinoa kólna við stofuhita.
  2. Þá er það dressingin. Taktu meðal stóra skál og hrærðu saman lime safanum, hunangi og myntu þar til allt er vel blandað.
  3. Taktu núna stóra skál og blandaðu quinoa, bláberjum, jarðaberjum, og mangó saman. Helltu dressingunni yfir ávexti og ber og blandaðu vel. Skreyttu með myntu ef þú vilt en því má sleppa.

Í þetta salat má einnig nota hvaða ávexti eða ber sem eru þín uppáhalds.

Njótið vel!