Fara í efni

Spicy smoothie með engifer

Þessi smoothie er frábær leið til að byrja daginn og koma brennslunni í gang.
Spicy smoothie með engifer

Þessi smoothie er frábær leið til að byrja daginn og koma brennslunni í gang.

Hann virkar einnig vel á hálsbólguna. Engifer er töframeðal þegar hún sækir þig heim. 

Uppskrift er fyrir 1 drykk.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hráefni:

1 bolli af möndlumjólk – gott ef hún er heimagerð

2 msk af hrá möndlusmjöri

2 tsk af engifer – rífið með tilheyrandi járni

¼ tsk af múskat í dufti

1 bolli af baby spínat

Leiðbeiningar:

Setjið allt hráefnið saman í blandara, notið góðan hraða og látið blandast þar til drykkur er mjúkur.

Njótið vel!