Fara í efni

Mikið er talað um að Turmeric sé gott fyrir heilsuna – hér er uppskrift af Turmeric límonaði

Í Turmeric er efni sem kallað er curcumin og sagt er að það sé mjög gott fyrir andlega og líkamlega heilsu.
Mikið er talað um að Turmeric sé gott fyrir heilsuna – hér er uppskrift af Turmeric límonaði

Í Turmeric er efni sem kallað er curcumin og sagt er að það sé mjög gott fyrir andlega og líkamlega heilsu.

Hér er flott uppskrift af Turmeric límonaði sem ansi gott er að eiga í ísskápnum til að grípa í yfir daginn.

Uppskrift fyrir 4 glös.

Hráefni:

4 bollar af köldu vatni

2 msk af fersku Turmeric í dufti – rífa það niður sjálf/ur

4 msk af 100% hreinu maple sýrópi eða öðru sætuefni ef þú vilt bæta því við

1 sítróna og það má líka nota lime ef þú vilt það frekar

Safi úr einni blóðappelsínu – má sleppa eða nota safa úr appelsínu

Smá klípa af svörtum pipar (ávallt skal blanda curcumin með svörtum pipar) segir í uppskrift

Leiðbeiningar:

Blandið öllum hráefnum saman í skál, hrærið vel, hellið í glas og berið fram með sneið af ferskri sítrónu.

Ath: Turmeric fer ekki vel með ákveðnum lyfjum segir í uppskrift. Talið við lækninn ef þið eruð að taka lyf að staðaldri.

Njótið vel!