Fara í efni

Matarmikill og freistandi morgundrykkur með möndlusmjöri, berjum og banana

Freistandi morgundrykkur.
Matarmikill og freistandi morgundrykkur með möndlusmjöri, berjum og banana

Möndlusmjörið og haframjölið setja forvitnilegan og freistandi blæ á þennan frískandi sumardrykk, sem er alveg óhætt að framreiða jafnt fyrir börn og fullorðna.

 

Hér er kominn einn gneistandi góður sem hressir, bætir og kætir. 

Uppskriftin er fengin af vefsíðunni SimpleGreenSmoothies en möndlusmjörið og haframjölið setja forvitnilegan og freistandi blæ á þennan frískandi sumardrykk, sem er alveg óhætt að framreiða jafnt fyrir börn og fullorðna.

Uppskrift:

120 grömm ferskt grænkál

4 dl ósæt möndlumjólk

4 dl ber að eigin vali (frábært er að nota frosin ber í blönduna)

1 frosinn og niðursneiddur banani

2 msk möndlusmjör (má skipta út fyrir hnetusmjör)

½ dl fínmalað haframjöl

*Byrjið á því að setja grænkál og möndlumjólk í blandarann og blandið vel saman. Bætið að því loknu berjunum, möndlusmjörinu, banana og haframjöli út í og hrærið vel þar til allt er orðið mjúkt og jafnt. Hellið í upphá glös og njótið – tilvalið fyrir tvo!

Uppskrift af vef kvon.is