Fara í efni

Könguló könguló vísaðu mér á berjamó

Ferð þú og tínir ber á haustin? Ertu týpan sem sultar? Eða tínir þú ber og frystir?
Aðalbláber
Aðalbláber

Ferð þú og tínir ber á haustin?

Ertu týpan sem sultar? Eða tínir þú ber og frystir?

Það er mjög gaman að fara á haustin og tína ber. Hvort sem þú ætlar að gera sultur eða eitthvað annað að þá er berjatínsla skemmtileg fyrir alla fjölskylduna.

Uppúr miðjum ágúst er hægt að fara að gá til berja. Það eru mörg svæði í nágrenni Reykjavíkur þar sem hægt er að tína ber. Má nefna Elliðarárdalinn, Kjósina, Brynjudal og Hvalfjörðinn.

Einnig á mörgum svæðum fyrir austan er hægt að týna dásamleg bláber.

a

Að tína ber er góð búbót fyrir heimilið sem dæmi. Persónulega þá frysti ég mín ber og nota svo í boost og smoothie drykki.

Í byrjun ágúst er hægt að byrja að tína til ílátin og skipuleggja berjatínsludag. Best er samt að tína ekki ber þegar rignir.

a

Krækiber, bláber og aðalbláber eru algjör dásemd og full af andoxunarefnum.