Ber – náttúruleg hollusta

Berjasprettan í ár virđist almennt vera góđ og er  víđa fariđ ađ sjást til fólks í berjamó ađ tína ađalbláber, bláber og krćkiber.

Ber eru náttúrulegur hollustugjafi og ţví full ástćđa til ađ hvetja fólk til ađ tína ber og nýta sér ţau, bćđi til ađ borđa beint og í matargerđ.

Ekki skađar ađ međ ţví ađ fjölskyldan fer saman í berjatínsluferđ ţá skapast skemmtilegar samverustundir og ţađ er um ađ gera ađ leyfa börnunum ađ tína berin upp í sig eins og ţau lystir – börn á Íslandi borđa almennt of lítiđ af ávöxtum.

 

Vítamínauđug og hitaeiningasnauđ

En hvađ er svona hollt og gott viđ berin?

Jú ţau eru auđug af vítamínum, steinefnum, trefjaefnum og öđrum hollustuefnum. Sérstaklega eru ţau rík af C-vítamíni og talsvert er af E-vítamíni í ađalbláberjum og bláberjum. Bćđi ţessi vítamín eru andoxunarefni en ţau hindra myndun skađlegra sindurefna í frumum líkamans. Ţessi sindurefni eru talin tengjast hrörnun og ţví ađ ákveđnir sjúkdómar ţróast í líkamanum, s.s. krabbamein, ćđakölkun og ský á auga.

Bláber

Rannsóknir hafa sýnt ađ bláber hafa sérstaklega mikla andoxunarvirkni en auk áđurnefndra vítamína er litarefniđ anthocyanin, sem gerir ţau blá, virkt andoxunarefni en ţađ er talin vera ástćđan fyrir ţessari sérstöđu bláberjanna.

Töluvert er af járni í krćkiberjum en rannsóknir sýna ađ mörg börn og konur á Íslandi fá ekki nćgjanlegt magn járns úr fćđunni.

Krćkiber og ađalbláber eru einnig trefjarík en trefjaefni eru nauđsynleg fyrir eđlilega meltingu.

Krćkiber

Margir eru ađ huga ađ ţyngdinni og ţeir geta glađst yfir ţví ađ óhćtt er ađ borđa töluvert af berjum ţví í 100 g, sem er um einn og hálfur desilítri, eru ekki nema á bilinu 27-60 hitaeiningar, minnst í krćkiberjum en mest í bláberjum. Sama magn af bláberjum veitir 38 mg af C-vítamíni sem eru tćplega 2/3 hlutar af ráđlögđum dagskammti og fimmta part af ráđlögđum dagskammti fyrir E-vítamín.

Ađal-bláber

Varđveitum hollustuna – og minningarnar

Ţó gott sé ađ tína berin beint upp í sig ţá fara nú flestir í berjamó til ađ tína nćgilegt magn af berjum til ađ taka međ heim og nýta í matargerđ, strax eđa yfir vetrarmánuđina. Nýtínd ber eru bragđmeiri ef ađ ţau eru borđuđ viđ stofuhita heldur en ef ađ ţau eru köld. Til ađ varđveita hollustuefnin sem best eru berin fryst og ţess gćtt ađ merja ţau ekki. Best er ađ frysta ţau lagskipt í boxi og helst ekki mjög mikiđ magn í hverju. Eins er gott ađ stilla magninu í hóf ef berin eru fryst í poka. Ţetta er til ađ ţau frystist sem jafnast og verđi fyrir sem minnstu hnjaski. Svo eru sultur og saft úr berjum alltaf jafnvinsćl og minna okkur á sumarylinn og ferđina í berjamó í kuldanum og skammdeginu í vetur.

Grein frá doktor.is 

 

 

 


Athugasemdir


Svćđi

  • Um Heilsutorg
  • Twitter
  • Heilsutorg á Facebook
  • RSS af heilsutorg
  • Mobile útgáfa af heilsutorg.com
  • Veftré