Fara í efni

Þessar 10 fæðutegundir auka brennsluna

Þessar 10 fæðutegundir auka brennsluna

Við á Kokteil erum lítið hrifin af megrunarkúrum og öðru slíku. En við erum hins vegar afar fylgjandi hollum og góðum mat sem gerir eitthvað fyrir okkur.

Og það eiga þessar tíu fæðutegundir hér að neðan sameiginlegt – allar hjálpa þær til við að brenna fitu.

 

 

 

 

Tíu fæðutegundir sem auka brennsluna

1. Egg

Egg eru ein af þeim fæðutegundum sem hafa verið flokkuð sem ofurfæða. Þau innihalda fáar hitaeiningar en eru aftur á móti afar rík af góðum næringarefnum. Rannsóknir sýna að borðir þú egg í morgunmat eru yfirgnæfandi líkur á því að þú neytir færri hitaeininga yfir daginn.

2. Bláber

Bláber falla einnig í flokk ofurfæðu og eins og eggin innihalda þau fáar hitaeiningar. En það er ekki nóg að borða bara bláber í múffum og öðru slíku heldur er gott að tína þau beint upp í sig. Hálfur bolli af bláberjum inniheldur aðeins 40 hitaeiningar. Bláber eru líka tilvalin í salatið, skyrið og smoothie.

 3. Grape ávöxtur

Grape ávöxturinn er ríkur af c-vítamíni sem hjálpar til við fitubrennslu. Að borða hálft grape í morgunmat eða 30 mínútum fyrir mat veitir fyllingu og kemur í veg fyrir að þú borðir yfir þig.

 4. Epli

EPLI, og reyndar aðrir ávextir, eru góð leið til að brenna og minnka mittismálið. Með því að borða ávexti má svala sykurþörfinni á hollan hátt. Ef eplin eru borðuð með hýðinu innihalda þau mikið af trefjum.

 5. Möndlur

Möndlur, og einnig hnetur, hjálpa líkamanum að brenna fitu. Möndlur eru ekki dýrar og því tilvalið að kippa þeim með sér til að eiga þegar hungrið sverfur að. Þær eru stútfullar af próteini, trefjum og góðri fitu fyrir hjartað. . . LESA MEIRA