Fara í efni

Það besta sem þú getur fengið þér í morgunverð

Næstu daga munum við á Heilsutorgi birta greinar um hollan morgunverð.
Það besta sem þú getur fengið þér í morgunverð

Næstu daga munum við á Heilsutorgi birta greinar um hollan morgunverð.

Til að byrja daginn rétt skiptir morgunmaturinn miklu máli.

Í dag byrjum við á hafragraut.

Hafragrautur – hafrar

Þú hefur eflaust tekið eftir því að á pakka af höfrum er oft að finna hjarta við lokið. Þetta hjarta er sett þarna vegna þess að hafrar innihalda beta-glucan, tegund af trefjum sem hafa sýnt að þeir lækka kólestról þegar þeirra er neytt reglulega.

Þarftu aðra ástæðu til þess að skella í hafragraut?

Einnig eru hafrar afar ríkir af omega-3, folate og kalíum.

Góð útgáfa af hafragraut ætti að innihalda örlítið af mjólk, smávegis af hunangi og síðast en ekki síst ávexti og hnetur.

Verði ykkur að góðu.