Fara í efni

Morgunverður – dásamleg egg og aspas

Frábær útgáfa af hinum klassísku eggjum með aspas ívafi.
Morgunverður – dásamleg egg og aspas

Frábær útgáfa af hinum klassísku eggjum með aspas ívafi.

Það er svo einfalt að elda þetta og krakkarnir elska þennan morgunverð.

Uppskrift er fyrir 4 og það tekur bara 15 mínútur að elda hann.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hráefni:

1 knippi af ferskum aspas

4 stór egg

Sjávar salt

Ferskur svartur pipar

Og það má hafa ristað brauð með – er smekks atriði

Leiðbeiningar:

Settu stóra grillpönnu yfir háan hita. Skerðu neðsta hlutan af aspasinum. Skelltu þeim á pönnuna í röð og láttu eldast í 3-5 mínútur eða þar til aspas er orðinn mjúkur, það er gott að snúa honum nokkrum sinnum.

Á meðan aspasinn steikist þá setur þú eggin í meðal stóran pott og hylur þau með köldu vatni og setur á háan hita. Láttu suðuna koma upp og lækkaðu hitann og leyfðu eggjum að sjóða létt í 3 mínútur eða þannig að þau séu linsoðin.

Taktu til eggjabikara – linsoðin egg bíða ekki eftir neinum svo allt þarf að vera klárt.

Notaðu skeið til að taka þau úr pottinum og settu þau varlega í eggjabikarana. Varlega skal brjóta toppinn af eggjum og fjarlægja.

Þetta á að bera fram strax með aspas sem þú dýfir svo í eggið, ef þú vilt salt eða pipar hafðu það þá til staðar og einnig ef þú ert með ristað brauð.

Krakkar elska þennan einfalda morgunverð sem er stútfullur af hollustu.

Þessi uppskrift er í boði Jamie Oliver