Fara í efni

6 atriði sem gerast þegar þú hættir að borða kjöt

Fólk byrjar að borða eingöngu grænmetisfæðu útaf margskonar ástæðum.
6 atriði sem gerast þegar þú hættir að borða kjöt

Fólk byrjar að borða eingöngu grænmetisfæðu útaf margskonar ástæðum.

Sem dæmi má nefna vegna ofþyngdar, til að verða orku meiri, draga úr áhættunni á hjartasjúkdómum, minnka þann lyfjaskammt það hefur verið að taka… það eru svo margar góðar ástæður fyrir því að skipta yfir í grænmetið og ávextina.

Og ef þig vantar ennþá fleiri góðar ástæður og hversu gott það er fyrir þig að hætta að borða kjöt, lestu þá áfram.

1. Þú dregur úr bólgum í líkamanum

Ef þú ert að borða kjöt, ost og mikið unnin mat þá eru líkur á því að þú sért með bólgur í líkamanum. Á meðan bólga eins og eftir slys er eðlileg og nauðsynleg að þá eru bólgur í líkama, mánuðum ef ekki árum saman alls ekki eðlilegar. Þrálátar bólgur hafa verið tengdar við sjúkdóma eins og æðahrörnun, hjartaáföll, heilablóðföll, sykursýki, sjálfsónæmissjúkdóma og fleiri.

Á móti kemur að mataræði sem saman stendur af grænmeti og ávöxtum er náttúrulega bólgueyðandi því grænmetisfæði er ríkt af trefjum, andoxunarefnum og svo miklu miklu fleiri jákvæðum áhrifum en hér er upp talið.

Rannsóknir hafa leitt í ljós að þeir sem taka upp grænmetisfæðið lækka mjög mikið prótein sem kallað er C-reactive protein en þetta prótein er það sem eykur á bólgur í líkama.

2. Kólestrólið í blóðinu mun minnka svo um munar

Þegar kólestról hækkar í blóði eykur það áhættuna á hjartasjúkdómum og heilablóðfalli, en þetta eru algengustu dánarorsök í Bandaríkjunum. Mettuð fita sem aðalega finnst í kjöti, fuglakjöti, osti og öðrum dýraafurðum er aðal orsök á hækkun kólestróls.

Annað sem rannsóknir hafa leitt í ljós aftur og aftur, er að þeir sem færa sig yfir í grænmetið og ávextina græða það að þeirra kólestról lækkar að meðaltali um 35%. Í mörgum tilvikum er þetta sama niðurstaða og gerist með því að taka inn lyf til að lækka kólestrólið en mun heilbrigðari leið.

3. þú gefur þinni örveruflóru yfirhalningu

Þær trilljónir af örverum sem lifa í líkama okkar eru sameiginlega kallaðar örveruflóra. Í vaxandi mæli eru þessar örverur nú samþykktar sem afar nauðsynlegar fyrir okkar almennu heilsu. Ekki bara til að hjálpa okkur að melta mat heldur framleiða þær mikilvæg næringarefni, þær “þjálfa” ónæmiskerfið, kveikja og slökkva á genum og halda vefjum í meltingarvegi heilbrigðum. Einnig eru þær vörn gegn krabbameini.

Rannsóknir sýna að þær spila hlutverk þegar kemur að offitu, sykursýki, liðagigt, sjálfsofnæmissjúkdómum, bólgum í þörmum og lifrasjúkdómum.

Grænmetisfæðan hjálpar að viðhalda heilbrigðri örveruflóru í þörmum. Trefjar í grænmetisfæði auka á vöxt “vingjarnlegu” bakteríanna í meltingarvegi. Það mataræði sem áberandi skortir trefjar getur aukið á vöxt slæmu bakteríanna sem kalla á sjúkdóma. (mataræði sem er ríkt af mjólkurvörum, eggjum og kjöti).

4. Þú breytir því hvernig genin þín vinna

Vísindamenn hafa komist að þeirri merkilegu niðurstöðu að umhverfis- og lífsstíls þættir geti kveikt og slökkt á genum. Sem dæmi, þau andoxunarefni og önnur næringarefni sem við fáum úr grænmetisfæði getur breytt tjáningu gena til að hagræða því hvernig frumur gera við DNA sem hefur laskast. Einnig hefur uppgötvast að með grænmetismataræði þá dregst úr áhættunni á ristilkrabbameini hjá körlum, því genin hafa dregið úr framleiðslu á frumum sem geta borið krabbamein.

5. Þú færð réttan skammt og tegund af próteini daglega

Hin meðal alæta í Bandaríkjunum fær meira en 1,5 sinnum ákjósanlegan dagsskammt af próteini úr dýraafurðum.

Gagnstætt því sem ansi margir halda, þá styrkir þetta auka magn af próteini okkur ekki. Það er mikill misskilningur. Allt þetta prótein geymir líkaminn annað hvort sem fitu eða breytir í úrgang. Prótein úr dýraafurðum er ein aðal orsök þyngdaraukningar, hjartasjúkdóma, sykursýki, bólgum í líkama og krabbameins.

Hins vegar er prótein úr grænmetisfæðu allt annað, það ver okkur gegn mörgum krónískum sjúkdómum.

Ef þú ert grænmetisæta þá þarftu ekki að mæla ofan í þig próteinið eða taka inn auka prótein í duft formi sem dæmi. Ef þú ert að borða daglegan skammt af kaloríum þá ertu að fá næginlegt magn af próteini.

6. Þú munt hafa mikil og jákvæð áhrif á íbúa jarðarinnar og jörðina sjálfa

Dýralandbúnaður er afar skaðlegur okkar plánetu. Hann eykur á gróðurhúsaáhrifin svo um munar og leggur undir sig afar mikið af landi og notar einnig mjög mikið magn af vatni. Oft er rutt í burtu heilu skógunum til að fá meira land undir landbúnað með dýr og það leiðir til þess að villt dýr missa “heimilin” sín og er þetta ein aðal ástæða þess að ansi margar dýrategundir eru í útrýmingarhættu.

Um 757 lítra af vatni þarf til að framleiða 500 gr af kjöti í Bandaríkjunum. Höfin okkar eru farin að láta á sjá og fiskskortur er yfirvofandi, samkvæmt mati þá gætum við verið búin að veiða allan fisk úr sjónum í kringum árið 2048.

Eins og staðan er í dag þá fer mest af þeim mat sem framleiddur er í að fæða dýr en ekki fólk og er þetta fyrirkomulag með mat ástæða þess að það er hungursneið í heiminum.

Og jafn mikilvægt er að muna að þau dýr sem eru alin til slátrunar þjást, þau eru í allt of litlum básum og sjá aldrei dagsins ljós mörg hver.

Það má því eiginlega segja að ef þú hættir að borða kjöt og gerist grænmetisæta þá ertu að gera öllum gott, ekki bara þér sjálfri/sjálfum.

Þetta er umhugsunarefni ekki satt ?

Heimild: forksoverknives.com