Fara í efni

Gómsætur banana, hafra og jógúrt smoothie

Hérna er frábær og gómsæt uppskrift af hollustu smoothie.
Gómsætur og hollur
Gómsætur og hollur

Hérna er frábær og gómsæt uppskrift af hollustu smoothie.

Bananar eru uppáhalds ávöxtur hjá mörgum. Eitt það besta við banana er að þeir eru ekki bara góðir heldur eru þeir ekkert of dýrir og fáanlegir allt árið um kring.

Bananar eru fullir af kalíum og magnesíum. Þeir eru ríkir af trefjum sem hjálpa meltingunni.

Hafrar eru einnig háir í trefjum, eru lágir í fitu en hafa mikið af próteini.

Þessi smoothie uppskrift er því ekkert nema hollustan.

Hráefni:

2 bananar, bestir ef þeir eru aðeins orðnir brúnir að utan

2 bollar af klökum

1/3 bolli af grísku jógúrt

Hunang eftir smekk

½ bolli af elduðum höfrum

1/3 bolli af möndlum

Setjið öll hráefnin saman í blandara, klakann síðast. Blandið saman í um 30 sekúndur eða þangað til að drykkurinn er orðinn mjúkur og þykkur.

Uppskrift frá: healtyandnaturalworld.com