Fara í efni

Áhugaverðar staðreyndir um ávexti, hnetur og grænmeti

Við vitum að ávextir, hnetur og grænmeti er eitthvað sem að öllum er ráðlagt að borða á hverjum degi. Eflaust ansi oft að þá borðum við eitthvað af þessu án þess að vita í raun og veru afhverju okkur er ráðlagt það.
Það besta í heimi, ferskt grænmeti og ávextir
Það besta í heimi, ferskt grænmeti og ávextir

Við vitum að ávextir, hnetur og grænmeti er eitthvað sem að öllum er ráðlagt að borða á hverjum degi. Eflaust þá borðum við eitthvað af þessu án þess að vita í raun og veru afhverju okkur er ráðlagt það.

Hér fyrir neðan er safn af áhugaverðum, einkennilegu og skemmtilegum staðreyndum um algenga ávexti, hnetur og grænmeti og sumt kemur þér kannski skemmtilega á óvart.

Bananar eru ekki ávöxtur í raun og veru, heldur er bananinn jurt. Hann er heimsins stærsta jurt og flokkast með orkedíum og liljum. Sjálfur bananinn er oft kallaður berið af þessari stóru jurt.

Að borða eitt epli er öruggari kostur til að halda þér vakandi heldur en bolli af kaffi. Náttúrulegi sykurinn í eplinu er öflugri en koffein í kaffi.

Hrísgrjón hafa fleiri afbrigði en nokkur ávöxtur, grænmeti eða korntegund. Það eru til um 15.000 tegundir af hrísgrjónum. Sum lönd hafa sérstök afbrigði af hrísgrjónum sem ekki finnast annarstaðar. Það eru til um 5.000 afbrigði af tómötum og 7.500 afbrigði af eplum.

Hvítkál inniheldur næstum jafn mikið vatn og vatnsmelóna. Vatnsmelóna er um 92% vatn og hvítkál er um 90% vatn. Gulrætur eru ekki langt á eftir en þeirra vatns innihald er um 87%.

Jarðhnetur eru ekki hnetur. Þær eru hluti af baunafjölskyldunni. Vegna þessa, skemmast jarðhnetur miklu hraðar en aðrar hnetur. Er þetta ástæðan fyrir því að þær eru oftast ristaðar. Jarðhnetu olíu er hægt að nota til að búa til nitroglycerin sem er hluti af dínamíti.

Grasker er ekki grænmeti. Grasker er ávöxtur. Einnig avokadó.

Möndlur eru ekki hnetur, þær eru flokkaðar í ferskju fjölskylduna. Staðreyndin er sú að möndlur eru næstum eins í útliti og ferskjusteinn. Þeim vantar einfaldlega bara ávöxtinn í kringum sig.

Dökk grænt grænmeti inniheldur meira C-vítamín en ljósgræna grænmetið.

Tómatar eru ekki grænmeti, þeir eru ávöxtur. Þeir voru einu sinni taldir vera í flokk með eplum.

Stilkur af selleríi inniheldur 10 kaloríur. Líkaminn brennir fleiri kaloríum við að melta sellerí þannig að sellerí er afar góður millibiti og aðstoðar þig við að losna við aukakílóin.

Þeim mun sterkari sem chilly pipar er þeim mun hollari er hann. Minni afbrigðin af chilly pipar eru yfirleitt sterkari þannig að veldu frekar minni en stærri chilly pipar ef þú ætlar að borða hann.

Tofu, Miso paste, Tempeh og Soja sósa er allt unnið úr sojabaunum.

Bananar eru þekktir fyrir hátt hlutfall af kalíum. Kalíum má einnig finna í mörgum öðrum tegundum af ávöxtum og grænmeti. Avokadó er t.d með tvöfalt meira magn af kalíum en banani.

Í neyð er hægt að nota kókósvatn í staðinn fyrir blóðvökva. Ástæðan fyrir þessu er að kókósvatn inniheldur fullkomið Ph gildi og er einnig dauðhreinsað.

Gulrætur voru upprunalega rauðar, fjólubláar, gular eða hvítar. Appelsínugular gulrætur voru ekki framleiddar fyrr en á 16. öld þegar Hollendingar blönduðu saman gulri og rauðri gulrót og hófu ræktun.

Lítið zucchini er bragðmeira en þessi stærri. Tómatar sem geymdir eru í ísskáp missa bragðið og næringarefnin. Tómatar eru bestir ef þeir eru geymdir við stofuhita.

Aldrei geyma lauk og kartöflur saman. Þau framleiða bæði gas sem veldur því að ef geymd eru saman þá skemmast þau afar fljótt.

Þegar kartöflur eru geymdar er gott að setja epli með þeim, það kemur í veg fyrir að kartöflurnar spíri. Eplið dregur í sig auka raka og dregur þannig úr hættunni á að kartöflurnar fari að spíra. Best er að skera epli í tvennt og setja ofan í kartöflupokann. Muna þarf þó eftir því að skipta um epli reglulega.

Skemmtilegur fróðleikur í boði Heilsutorg.is