Kartöflur á að geyma við 4-6°C og mikinn raka en við slík skilyrði geymast þær í allt að 6 mánuði án þess að dragi úr gæðum. Lofta þarf vel um kartöflurnar þar sem þær eru geymdar, þó má kaldur dragsúgur ekki leika um þær. Kartöflur mega ekki vera í birtu, þá myndast í þeim sólanin og hníðin verða græn. Á heimilum er best að geyma kartöflur í ísskápnum en passa að það lofti vel um þær.
Hér á landi er rík hefð fyrir notkun á kartöflum og flestir kunna að matbúa þær. Þó má alltaf auka fjölbreytnina. Á þessari vefsíðu er að finna margar einfaldar og skemmtilegar kartöfluuppskriftir. Sjá nánar hér
Hægt er að frysta forsoðnar kartöflur í sneiðum eða sem stöppu, en þar sem kartöflur eru fáanlegar allt árið á lágu verði og ferskar kartöflur eru mun bragðbetri en frystar, þá er lítil ástæða til að frysta þær.
Af nýjum kartöflum má borða allt.
| 
 Ætur hluti 75 % 
 | 
|
Innihald í 100 g | 
|
| 
 Vatn 77 g 
 | 
|
Orkurík efnasambönd | 
|
| 
 Prótein 1.8 g 
 | 
 Trefjar 2.1 g 
 | 
| 
 Kolvetni 19.0 g 
 | 
Fita 0.1 g | 
| 
 kj 370 
 | 
 kcal 88 
 | 
Steinefni | 
|
| 
 Járn 1.0 mg 
 | 
 Kalk 15 mg 
 | 
Vítamín | 
|
| 
 A Ret. ein - µg 
 | 
 B1 0.10 mg 
 | 
| 
 B2 0.02 mg 
 | 
 Niacin 1.6 mg 
 | 
| 
 C (askorbínsýra) 10 mg 
 | 
|
Kartöflur eru með mikilvægustu uppsprettum B- og C-vítamíns í fæðunni. Einnig eru kartöflur ríkar af járni, kalki, fosfór og trefjum. Í þeim er mikill mjölvi sem gerir þær mettandi þó þær séu ekki mjög hitaeiningarríkar. Æskilegt er að sjóða kartöflur með hýðinu, annars tapast mikið af næringarefnum út í suðuvatnið. Séu þær afhýddar fyrir suðu ber að nota eins lítið vatn við suðuna og kostur er og nota síðan vatnið í sósur eða til brauðgerðar til að nýta næringarefnin sem skolast hafa út.
Fróðleikur um kartöflur fengnar af vef islenskt.is