Fara í efni

Fróðleikur um Döðlur

Vantar þig eitthvað til að narta í á milli mála? Prufaðu ljúfengar sætar döðlur, þær eru ekki einungis góðar á bragðið heldur hafa þær afar góð áhrif á líkamann.
Dásamlegar döðlur
Dásamlegar döðlur

Vantar þig eitthvað til að narta í á milli mála? Prufaðu ljúfengar sætar döðlur, þær eru ekki einungis góðar á bragðið heldur hafa þær afar góð áhrif á líkamann.

 

 

 

 

Um uppruna döðlunar er ekki mikið vitað en talið er að þær eigi uppruna sinn að rekja til Íraks. Í dag eru döðlur ræktaðar í Norður Afríku, suðvestur Asíu, Sádí Arabíu, Íran, Írak, Súdan, Egyptalandi, Pakistan, Ítalíu, Spáni, Kaliforníu og Mexíkó.

Þessi litli ávöxtur er troðfullur af vítamínum og öðrum nauðsynlegum efnum sem líkaminn þarfnast. Þú finnur A-vítamín, B1, E-Vítamín, riboflavin, niacin, fólín sýru, kopar, járn, zink og meira að segja magnesíum.

En hvernig virka döðlur á líkamann?

Þú verður orku meiri.

Döðlur eru fullkomnar fyrir þá sem æfa mikið. Hátt hlutfall af vítamínum og steinefnum virka eins og orku bomba á líkamann.

Góðar fyrir hægðirnar.

Döðlur eru þekktar fyrir að bjarga þeim sem eiga í erfiðleikum með að  hafa hægðir reglulega. Allt sem þú þarft að gera er að taka nokkrar döðlur og leggja þær í vatn yfir nótt og borða þær svo morgunin eftir á fastandi maga.

Þær geta hjálpað þér að þyngjast ef þú ert í vandræðum með það.

Ef þú ert of grönn eða grannur og langar til að bæta aðeins utan á þig þá eru döðlur alveg málið. Þær innihalda sykur, fitu og prótein sem eru góð til þess að auka við kílóafjöldan. Þú getur náð um 3000 kaloríum úr 1.kg af döðlum.

Döðlur geta gert gott fyrir þá sem endast ekki lengi í rúminu.

Þær geta hjálpað til við að auka úthaldið í kynlífinu. Einnig eru þær góðar til að viðhalda eðlilegum sæðisfrumu fjölda.

Niðurgangur.

Þær geta virkað stemmandi á niðurgang því þær eru góðar fyrir meltinguna.

Timburmenn.

Verður þú stundum þunn/þunnur? Döðlur eru besta meðalið við þynnku ef þær eru lagðar í bleyti yfir nótt og borðar á fastandi maga morgunin eftir áfengisneyslu.

Blóðleysi.

Hátt hlutfall járns sem döðlur innihalda er kraftaverk fyrir þá sem þjást af blóðleysi. Það þarf að neyta þeirra reglulega til að þær geri sitt gagn.

Fleiri skemmtilegar og fróðlegar upplýsingar um döðlur  HÉR.