Fara í efni

Næsta rökrétta skref - Guðni og hugleiðing dagsins

Næsta rökrétta skref - Guðni og hugleiðing dagsins

MARKMIÐ TIL FRAMKVÆMDA – EKKI FJARVERU

Vilji er verknaður, ekki löngun, þrá eða von.

Við notum tilgang okkar og ástríðuna sem hann myndar til að lýsa upp sýnina og mynda umgjörð til framkvæmda. Markmiðin eru verkfæri framkvæmda. Fólk sem er ekki í vitund setur sér gjarnan markmið til þess að skapa von eða glætu sem verður þá gulrót til að ásælast en byggist ekki á tilgangi.

Markmið til framkvæmda eru nákvæm, mælanleg, framkvæmanleg, veruleg og tímasett. Allar þrár þínar og langanir munu rætast ef þú nálgast verkefnið með tækni sem kallast „næsta rökrétta skref“. Þessi tækni felur í sér að mæta í augnablikið og það hver við erum núna og gera markvissar breytingar til að ná markmiðum okkar. Til dæmis er ekki rökrétt að ætla sér að byggja skýjakljúf fyrr en þú hefur getu til að byggja einnar hæðar hús.