Fara í efni

LÍFSKRAFTUR OG VELLÍÐAN

Það geta komið tímabil í lífi okkar þar sem við hættum að finna fyrir vellíðan, orku eða lífskrafti. Það geta verið tímabil þar sem við finnum ekki lengur metnað og áhuga fyrir lífinu og finnum ekki hvatningu til að koma okkur framúr og inn í daginn.
LÍFSKRAFTUR OG VELLÍÐAN

Það geta komið tímabil í lífi okkar þar sem við hættum að finna fyrir vellíðan, orku eða lífskrafti. Það geta verið tímabil þar sem við finnum ekki lengur metnað og áhuga fyrir lífinu og finnum ekki hvatningu til að koma okkur framúr og inn í daginn.

Á þessum tímum er oft mikilvægt fyrir okkur að endurskoða líf okkar og hvernig við eyðum tímanum og dögunum okkar.

Þá getur verið gott að spyrja sig að þessum spurningum:

Hvert er ég að stefna í lífi mínu og hvað skiptir mig máli? Er ég að sækjast eftir hamingju? Eða er ég að sækjast eftir einhverju öðru? Ef svo er, hverju þá? Ef ég er að sækjast eftir hamingjunni, hvað er þá hamingjan fyrir mér?

Það getur verið mikilvægt að gera sér grein fyrir þessum spurningum, þar sem við höfum ótrúlega mikil áhrif á líf okkar. Þótt við stjórnum alls ekki öllu þá getum við haft mjög mikil áhrif á það og það er mikilvægt að gera okkur grein fyrir því hvað við höfum áhrif á og hvað við getum gert í því.

Ef markmið okkar er að gera það sem skiptir okkur máli og gera það sem veitir okkur vellíðan, þá er mikilvægt að við áttum okkur á því hvað það er og í framhaldi af því að framkvæma það. Fyrir suma er auðvelt að átta sig á því hvað er sem skiptir þá máli og hvað það er sem veitir þeim vellíðan en fyrir aðra flóknara. Þar að auki koma tímabil í lífinu þar sem við þurfum að endurskoða þetta. Hvort sem það er breyting, þroski hjá okkur sem hefur áhrif á þetta eða breyting í umhverfi okkar. Dæmi um breytingu hjá okkur með hvað skiptir okkur máli væri t.d. það að jólagjafirnar eru ekki lengur að veita okkur mestu vellíðan heldur samverustundir með fólkinu okkar á jólunum. Dæmi um breytingu í umhverfinu væri kona/karl sem telur starfið sitt skipta mestu máli en eignast síðan barn sem verður síðan...LESA MEIRA