Fara í efni

Í dag æfum við okkur í að skipuleggja ásetning og upfylla áætlun - frá Guðna

Í dag æfum við okkur í að skipuleggja ásetning og upfylla áætlun - frá Guðna

Sú virðing sem aðrir bera fyrir mér verður aldrei meiri en virðingin sem ég ber fyrir mér.

Í dag æfum við okkur í að skipuleggja ásetning og uppfylla áætlun. Sjáðu fyrir þér leiðina þegar þú ert að skipuleggja styttri og lengri ferðalög í dagsins önn. Sjáðu þig fyrir þér, finndu hvernig þér líður og ákveddu að þú komir heilu og höldnu á leiðarenda.

Æfðu þig t.d. þegar þú ekur frá heimili til vinnu og úr vinnunni og heim. Sjáðu fyrir þér leiðina sem þú velur að aka, hvað ber fyrir augu, hvernig þú kemst á leiðarenda í heilu lagi, í jafnvægi og á umsömdum tíma. Sjáðu fyrir þér laust stæði á ákjósanlegum stað, hvernig þú leggur bílnum og gengur með gleði í hjarta til starfa eða inn á heimilið.

Þú getur einnig æft þig ef þú ferð á fund í dag. Áður en fundurinn hefst, sjáðu þá fyrir þér að hann gangi vel og þú komir öllu sem þig langar á framfæri.

Þegar þú sérð fyrir þér af ástríðu virkar sýnin eins og GPS staðsetningartæki og þegar þú ert skýr og markviss villist þú ekki af leið.