Fara í efni

Afhverju gerði ég þetta - laugardagur og hugleiðing frá Guðna

Afhverju gerði ég þetta - laugardagur og hugleiðing frá Guðna

Álögin eru kækir.

Kækur er ósjálfrátt taugaviðbragð – eitthvað sem gerist án þess að við tökum sjálf ákvörðun um að það gerist. Ósjálfráð viðbrögð þar sem fyrirfram mótuð varnarkerfi taka völdin.

Geturðu séð í lífi þínu aðstæður þar sem þú bregst við á tiltekinn hátt án þess að taka ákvörðun um að bregðast þannig við? Þar sem þú hugsar eftir á: „Af hverju gerði ég þetta?“

Þar sem þú öskrar á þig eftir á: „Af hverju gerði ég þetta, enn einu sinni!? Af hverju, af hverju, af hverju!?“ Þar sem þú reiðist þér fyrir eigin hegðun – fyrir að vera fastur í vananum og vera kækur.

Því álögin eru kækir – sumum þeirra vitum við af en aðrir eru algerlega huldir okkur. Álagadansinn er rótgróinn í okkur. Það kunna allir á drullupollinn sinn; það kunna allir að dansa drulludansinn í myrkrinu. En það er hægt að láta af honum.

Það er hægt að hleypa ljósi inn í líf sitt – það er jafn einföld framkvæmd og að teygja fram höndina og snúa birtinum á veggnum til að lýsa upp herbergið.