Fara í efni

Voruð þið að skilja? TIL HAMINGJU!

Þegar fólk ákveður að skilja eftir sambúð eða hjónaband eru viðbrögð vina og fjölskyldu oft undarleg. Sumir vinir og fjölskyldumeðlimir verða alveg ferlega leiðir og leggjast jafnvel í sjálfsvorkun eins og þetta varði þá sjálfa beinlínis.
Voruð þið að skilja? TIL HAMINGJU!

Þegar fólk ákveður að skilja eftir sambúð eða hjónaband eru viðbrögð vina og fjölskyldu oft undarleg. Sumir vinir og fjölskyldumeðlimir verða alveg ferlega leiðir og leggjast jafnvel í sjálfsvorkun eins og þetta varði þá sjálfa beinlínis.

 

Kommon …þú varst ekki að skilja… heldur einhver sem þér þykir vænt um og þekkir. Leyfðu nú fólki að taka sínar ákvarðanir án þess að þú búir til drama í kringum þig.

Svo eru þeir sem leggjast í að safna liði með annari manneskjunni en ekki hinni. Hvað er það? Fyrir helgi voru hjónin kannski bestu vinir þínir en núna ætlar þú aldrei að tala við annan helming hjónabandsins? Hvers virði er vináttan þér? Hvers konar vinur ertu? Getum við fyllilega sett okkur í spor annars fólks ef við heyrum og hlustum bara á sögu annars aðilans?

Ástæður þess að fólk ákveður að nú sé rétti tíminn til að láta leiðir skilja geta verið af ýmsum toga. Stundum er fyllileg sátt um það að ganga í sitthvora áttina. Stundum eru lygar og svik það sem tekur steininn úr og stundum er málum bara þannig háttað að fólk getur ekki verið saman lengur, það geta verið óheilindi, fíknisjúkdómar, óleysanlegur ágreiningur eða að parið bara þolir ekki hvert annað.

Hvers vegna tölum við um að fólk megi ekki skilja barnanna vegna? Allir sem hafa verið börn óhamingjusamra foreldra þekkja það að óska þess að foreldrarnir skilji. Börnum líður illa í óhamingjusömum hjónaböndum. Þeim er enginn greiði gerður. Börn elska yfirleitt báða foreldra sína skilyrðislaust og vilja að þeim líði sem best. Oft upplifa börn spennu í samböndum sem einkennast af óhamingju og gremju. Er það í alvöru þá gott fyrir þau að foreldrarnir hangi saman?

Kemur okkur við afhverju fólk ákveður að skilja? Og ef fólk kýs að halda ástæðunni fyrir sig er það þá ekki bara allt í lagi? Átt þú einhverjar heimtingu á útskýringum?

HÉR getur þú smellt til að ljúka við að lesa þessa grein. 

Grein af vef sykur.is