Fara í efni

Grænmetis-grillveisla í sumar!

Grænmetis-grillveisla í sumar!

Þegar sólin rís fer ég í algjört grillstuð. Mér þykir svo gaman að grilla mismunandi grænmeti og nota kryddjurtir til að fegra og bragðbæta.

 

DSC_3168

Hér kemur einföld og afar fljótleg grænmetis-grillveisla sem þú verður að prófa í næstu grillveislu. Grænmetisrétturinn bragðast æðislega einn og sér eða sem meðlæti borið fram með hvaða grillmat sem er.

DSC_3164

Grænmetis grillveisla

1 kúrbítur

1 eggaldin

2-3 gulrætur

1 rauð papríka

1 rauðlaukur

4-6 sveppir

1 msk olífuolía

1 tsk papríkukrydd

1 tsk hrár kókospálmanektar/hlynsíróp (val)

pipar og salt eftir smekk

Borið fram með:

Ferskri steinselju

Kasjúhnetudressingu úr Lifðu til fulls bókinni eða vegan fetaosti

1. Hitið grillið.

2. Skerið gulrætur í strimla og sjóðið í saltvatni í 2-3 mín eða þar til þær eru orðnar mjúkar. 

3. Skerið á meðan kúrbít, eggaldin, papríku, sveppi, raðið á grillbakka og bætið svo gulrótum við.

4. Hrærið kryddum og olíu saman. Penslið grænmetið með olíublöndunni og setjið grillbakka á grillið.

5. Grillið í 15 mín eða þar til eldað í gegn. Snúið þó grænmetinu við eftir helming eldunartímans. Mér finnst gott að bera fram grænmetisveisluna með ferskri steinselju og kasjúhnetudressingu úr Lifðu til fulls bókinni. Gott eitt og sér eða með hvaða grillmat sem er.

Ég vona sannarlega að þú prófir grænmetisveisluna!  Hún er tilvalin leið að fá litla sem stóra til þess að borða meira grænmeti í sumar.

Deildu svo endilega á Facebook.

Fylgstu svo með ferðalögum mínum um Evrópu og Asíu í sumar á Instagram, Snapchat: lifdutilfulls og Facebook.

Heilsa og hamingja,
jmsignature