Fara í efni

Cashewhnetu dressing/mæjó

Þetta er gott mæjó með avacado og rækjum til dæmis eða sem dressing á salat.
Góð sem dressing eða mæjó.
Góð sem dressing eða mæjó.

Þessi dressing er sjúklega góð og allir ættu að nota í staðinn fyrir majónes.  

Ef þið eruð ekki fyrir hvítlauk bara sleppa og nota eitthvað annað  eða minka magnið.


Hráefni í sósu:

1/2 bolli cashew hnetur  (ég nota frá Sólgæti)
1/4-1/2 bolli vatn
1/2 sítróna (bara safinn)
1 tsk. Dion sinnep
1/2 tsk. síróp
1 hvítlauksrif
Örlítið af Heita pizza kryddinu frá Pottagöldrum fer eftir hvað maður vill mikið af chillí í sósuna
Örlítið salt og pipar.

Allt í blandara og vinna í silki silki silki mjúka sósu.

Vatnsmagnið segir til hversu þunn eða þykk sósan verður, en hún þykknar í ísskáp.