Fara í efni

Hollráð í umferðinni

Hér á eftir fara nokkur góð ráð til að auka öryggi hjólandi og gangandi vegfarenda.
Hollráð í umferðinni

Hér á eftir fara nokkur góð ráð til að auka öryggi hjólandi og gangandi vegfarenda.

Þessi ráð koma frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu og er hluti af hjólreiðaátaki sem Landsbjörg, Markið, KRIA, GAP, TRI, Sjóva, Hagkaup og Ellingsen standa fyrir í sameiningu.

 

 

  1. Sýndu öðrum tillitssemi og aðgát
  2. Fylgdu alltaf umferðarreglunum
  3. Gangandi vegfarendur eiga alltaf forgang
  4. Notaðu bjöllu til að láta vita þegar þú ferð framúr
  5. Það er hægri umferð á Íslandi, líka á stígum
  6. Stilltu hraða í hóf á stígum, þeir eru ekki endilega hannaðir sem hjólastígar
  7. Hafðu hjólið í lagi, bremsur eru öryggistæki
  8. Hægðu á þér við kanta og brúnir, þar hafa orðið alvarleg hjólaslys
  9. Vertu ekki með heyrnartól í báðum eyrum

Kanntu að hjóla? Örugglega

Að hjóla snýst ekki bara um að halda jafnvægi. Hjólreiðar snúast um að kunna rétta hegðun á götum og stígum, sýna tillitssemi, taka mið af aðstæðum og vera rétt útbúinn sem hjólamaður.

Nokkrar staðreyndir

Götuhjól hafa minna grip en hjól með breiðari dekkjum. Gripið minnkar enn frekar í bleytu og ef sandur er á undirlagi. Hjólum í samræmi við aðstæður og kunnáttu.

Farðu á námskeið eða hjólaðu með hópum til þess að læra að hjóla á öruggan hátt og undirbúa þig rétt

Við eigum langt í land með að ná öðrum þjóðum hvað varðar hjólainnviði. Hjólaðu með það í huga.

Notaðu skýr merki með höndunum, ef við á, áður en þú beygir eða breytir um stöðu.

Ertu með frítímaslysatryggingu í þínum tryggingum? Það er ekki víst að þínar tryggingar gildi sért þú að taka þátt í keppnum.

Ef þú hjólar á götu vertu þá einn metra frá hægri kanti og einn metra frá bifreið.

Ef ekki er nægilegt pláss getur hjólreiðamaður þurft að taka ríkjandi stöðu á miðri akrein, öryggisins vegna.