Fara í efni

Ertu búinn að ákveða vegalengdina fyrir Reykjavíkurmaraþon ?

Skráning fyrir Reykjavíkurmaraþonið sem fer fram í 32. sinn þann 22. ágúst næstkomandi er í fullum gangi. Þó svo að viðburðurinn heiti Reykjavíkur-maraþon þá eru aðeins tvær vegalendir sem tengjast maraþoni á nokkurn hátt.
Ertu búinn að ákveða vegalengdina fyrir Reykjavíkurmaraþon ?

Skráning fyrir Reykjavíkurmaraþonið sem fer fram í 32. sinn þann 22. ágúst næstkomandi er í fullum gangi. Þó svo að viðburðurinn heiti Reykjavíkur-maraþon þá eru aðeins tvær vegalendir sem tengjast maraþoni á nokkurn hátt.

Fyrst ber að nefna 3 km skemmtiskokk sjá hér sem börn og byrjendur hafa gaman af að taka þátt í, sér til ánægju og heilsubótar. Margir ganga jafnvel þessa vegalengd með barnavagna eða fara hana í hjólastólum. Þá er það 10 km hlaupið sjá hér fyrir þá sem eru aðeins eldri sem og þá sem eru aðeins lengra komnir. Síðan er það hálft maraþon sjá hér og heilt maraþon sjá hér en fyrir þær vegalengdir er mikilvægt að vera búinn að undirbúa sig fyrir í töluverðan tíma, sér í lagi fyrir heilt maraþon. Fyrir þau sem langar að vera í liði er boðhlaupið góður kostur en í boðhlaupinu er hlaupið á maraþonbrautinni og skipta 2-4 einstaklingar vegalengdinni á milli sín. Vinsældir boðhlaupsins hafa aukist til muna sjá hér má kynna sér allt um boðhlaupið 

Ekki má gleyma Latabæjarhlaupinu sjá hér en þar geta börnin spreytt sig í skemmtilegum viðburði með Latabæjarliðinu, allir eiga jú að fá að njóta hreyfingar og samveru. Foreldrar eru velkomnir í hlaupið með börnum sínum en eru ekki skráðir í hlaupið.

Fyrir þá sem hafa áhuga á tölum þá eru rúmlega 9 þúsund búnir að skrá sig til þátttöku í öllum vegalengdum samtals og er það svipaður fjöldi og á sama tíma og í fyrra. Flestir ætla í 10 km eða 4.311, en í fyrra komu 6.215 í mark í þeirri vegalengd næstum 1000 fleiri en árið á undan. Í hálft maraþon eru 2.153 skráðir í dag en í fyrra luku 2.218 keppni, 100 fleiri en árið á undan. Mikil aukning virðist því vera í þeirri vegalengd. Hástökkvarinn ef svo má kalla er þó heila maraþonið. Í fyrra luku 877 keppni, en  aukning milli ára var þá óveruleg. Í ár er hins vegar 20% meiri skráning í heilt maraþon miðað við sama tíma í fyrra og nýtt skráningarþátttökumet hefur verið slegið en 1.246 ætla að hlaupa í ár.

Íslendingar eru að sjálfsögðu í algerum meirihluta en mjög ánægjuleg þróun hefur átt sér stað með mikilli aukningu í þátttöku erlendra keppenda. Nærri 2.800 manns frá 67 þjóðernum er skráður til leiks sem er 34% aukning miðað við samas tíma í fyrra en í heildina voru erlendir þátttakendur 2.406 á síðasta ári.

Konur og karlar eru álíka áhugasöm um Reykjavíkurmaraþonið en þó eru konurnar aðeins fleiri eða 56% skráðra keppenda.

Það er enn hægt að skrá sig og verður opið fyrir skráningar þangað til daginn fyrir hlaup.

Rétt er þó að taka fram að það borgar sig að klára skráningu á marathon.is sjá hér fyrir kl. 13 á fimmtudag því eftir það hækka skráningargjöldin.

Gangi þér vel!