Fyrirlestur um gildi hlaupa og hreyfingar fyrir andlega heilsu

Framfarir, Hollvinafélag millivegalengda og langhlaupara, stendur fyrir fyrirlestri ţann 4. apríl nk. ţar sem Högni Óskarsson geđlćknir og sérfrćđingur í stjórnendaţjálfun fjallar um gildi hlaupa og hreyfingar fyrir almenna heilsu og vellíđan.

Högni er sjálfur vel ţekktur fyrir sína ástundun og árangur í hlaupum í gegnum tíđina, en ţrátt fyrir ađ vera kominn yfir sjötugt syndir hann, hjólar eđa hleypur flesta daga. Hann hleypur helst styttri vegalengdir í dag en hljóp ţó Laugaveginn fyrir fjórum árum, og klárađi Landvćtti fyrir ţremur árum. Hann hljóp sitt fyrsta maraţonhlaup áriđ 1975 í Bandaríkjunum og tók ţátt í keppnum ţar fram til 1980. Hann átti besta íslenska tímann í nokkur ár í heilu maraţoni og ţess má geta, ađ konan hans Ingunn Benediktsdóttir, var fyrsta íslenska konan til ađ hlaupa heilt maraţon en ţađ var áriđ 1979.

Í sínum daglegu störfum vinnur Högni mikiđ međ streitu og álagsstjórnun og hefur skipulagt og tekiđ ţátt í fjölda málţinga um geđheilsu, hreyfingu, streitustjórnun og áföll fyrir utan rannsóknir, skrif og erindi um geđraskanir.

Fyrirlesturinn verđur í D-sal í húsakynnum ÍSÍ viđ Engjaveg á 3. hćđ og hefst kl. 19:30. Ađgangseyrir er 1.500 kr og rennur til Framfara sem hefur ađ markmiđi ađ styđja viđ framfarir í millivegalengdum og langhlaupum á Íslandi.

Allir velkomnir,

Stjórn Framfara.

 

 


Athugasemdir


Svćđi

  • Um Heilsutorg
  • Twitter
  • Heilsutorg á Facebook
  • RSS af heilsutorg
  • Mobile útgáfa af heilsutorg.com
  • Veftré