Fara í efni

Ertu að verða gráhærð?

Ertu að verða gráhærð?

Er það merki um að þú sért að eldast hraðar ?

En hvað geta þessi gráu hár sagt til um okkar heilsu?

Silfraðir lokkar í hári okkar eru yfirleitt talin vera merki um að þú sért að eldast.

En það er ekki alltaf raunin. Þó svo hárið gráni þá er það ekki merki um að þú sért nær endalokum lífs þíns.

Grátt hár myndast þegar hársekkirnir fara að framleiða minna af melanin, en það er efnið sem gefur hári litinn. Það er algengast að byrja að grána eftir þrítugs aldurinn og þó sumar konur finni örfá grá hár á tvítugsaldri þá er það bara eðlilegt.

Sá aldur sem við byrjum að grána er tengdur þínum uppruna. Sem dæmi: Hvítir byrja að grána mun fyrr en asíu búar og afríku -ameríkanar. Einnig spilar inn í þetta þín fjölskylda. Þú ættir að spyrja foreldrana þína hvenær þau byrjuðu að grána.

Ef þér finnst þú vera að grána mjög snemma þá eru margar ástæður sem gætu verið fyrir því.

Sem dæmi: Reykingar, þeir sem reykja eiga á hættu að grána fyrr en ella. Svo er það umhverfið, útfjólubláir geislar og mengun eru einnig ástæður fyrir því að sumir grána snemma á lífsleiðinni.

Í afar sjaldgæfum tilvikum þá geta gráu hárin verið tengd við þitt heilsufar, eins og t.d skjallbletti, en það er sjúkdómur sem orsakar það að húðin missir sinn rétta lit. Einnig má rekja gráu hárin til blóðleysis, þegar líkaminn á erfitt með að vinna úr vítamínum.

Heimild: Health.com