Fara í efni

heilsa

Af hverju sumarið er BESTI tíminn að taka heilsuna í gegn

Af hverju sumarið er BESTI tíminn að taka heilsuna í gegn

Rúmlega sólarhringur er eftir til að trygga þér stað og sumartilboð á Frískari og orkumeiri á 30 dögum námskeiðinu. Ég hef aðeins verið að hlera hjá þeim sem hafa nú þegar skrá sig - og einnig tekið eftir því að margir virðast velta sama hlutnum fyrir sér varðandi það að skrá sig. En það er hvort það verði ekki erfitt að halda þetta út í sumar?
Hvað þýðir það að “vera besta útgáfan af sjálfri þér”?

Hvað þýðir það að “vera besta útgáfan af sjálfri þér”?

Játning... Lengi vel þoldi ég ekki frasann “að vera besta útgáfan af sjálfum sér”. Mér fannst merking hans vera óljós og frasinn vera ofnotaður... Fyrr en kl. 21:22 fyrir tæpum mánuði. Á þeim tíma var ég að halda ókeypis fyrirlesturinn minn “3 skref til að losna undan vítahring sykurs og tvöfalda orkuna” - með yfir 150 manns og setti glæru upp á skjáinn með mynd af konu sem sat í hugleiðslustellingu í kyrrðinni við morgunsólina.
10 mismunandi hugleiðslur fyrir innri styrk og jafnvægi

10 mismunandi hugleiðslur fyrir innri styrk og jafnvægi

Hugleiðsla er að gefa sér tíma til að staldra við, beina athyglinni inn á við og leyfa sér að finna fyrir því sem er, án þess að bregðast við því eða dæma heldur bara leyfa því að vera. Hugleiðsla er sífellt að verða meira áberandi og hefur verið mikið í umræðunni hjá okkur í HIITFIT teyminu enda höfum við allar fundið fyrir jákvæðum áhrifum hennar á okkar líf. Auk þess er til hafsjór af rannsóknum sem sýnir svart á hvítu hversu mikilvæg hugleiðsla er fyrir okkar andlegu og líkamlegu heilsu.
8 leiðir til núvitundar

8 leiðir til núvitundar

Líkt og við hugsum um líkama okkar, bæði með hreyfingu og næringu, þá þurfum við líka að hugsa um hugann og það getum við gert með aðstoð núvitundar. En eins og byggjum upp vöðvana okkar þurfum við að stunda núvitund reglulega svo við styrkjumst og finnum jákvæð áhrif. Núvitund (mindfulness) er náttúrulegur eiginleiki hugans til að vera meðvitaður hér og nú um það sem er að gerast á meðan það gerist og án þess að dæma það á nokkurn hátt. Við náum að fanga athygli okkar á það sem við erum að gera, þar sem við erum, og án þess að hafa áhyggjur af fortíð eða framtíð, hægt er að þjálfa sig á kerfisbundin hátt í því að stunda núvitund.
Joðskortur mælist í fyrsta sinn hér á landi vegna breytts mataræðis

Joðskortur mælist í fyrsta sinn hér á landi vegna breytts mataræðis

Joðskortur er í fyrsta sinn farinn að mælast á Íslandi vegna breytts mataræðis. Ingibjörg Gunnarsdóttir prófessor í næringarfræði segir að bregðast þurfi strax við enda geti mikill joðskortur valdið þroskaskerðingu í börnum.
Uppáhalds vörurnar mínar

Uppáhalds vörurnar mínar

Ég fæ oft fyrirspurnir um það hvaða vörur ég nota svo mér datt í hug að deila með ykkur mínum uppáhalds þessa dagana! Ég vona að þetta gefi ykkur innblástur fyrir sykurlausar vörur sem hægt er að kaupa.
Hvernig Kolbrún náði að “þjálfa hugann” að vilja ekki lengur sykur!

Hvernig Kolbrún náði að “þjálfa hugann” að vilja ekki lengur sykur!

Ég varð bara að deila þessu með þér. Eitt af því sem gleður okkur hjá Lifðu til fulls hvað mest, er að heyra árangurssögur og við gætum ekki ekki verið stoltari af Kolbrúnu. Kolbrún skráði sig á Frískari og orkumeiri á 30 dögum námskeiðið fyrr á árinu í von um að ná þeirri heilsu og líkama sem hún hafði lengi þráð. Þið sem fylgist með mér kannist kannski við hana úr Facebook þar sem ég tók viðtal við hana fyrir stuttu.. Það reyndist svo hvetjandi fyrir þátttakendur námskeiðsins að heyra af árangri hennar og vellíðan, að ég varð að fá hana í frekara spjall um ferlið og upplifun hennar.
BESTA heilsuráðið sem enginn lét þig vita af

BESTA heilsuráðið sem enginn lét þig vita af

Um daginn talaði ég um efnaskipti og hvernig við getum aukið fitubrennsluna okkar með 10 hollráðum. Ef þú misstir af því þá getur þú lesið um það hér. Ég skildi hins vegar eitt af mikilvægustu hollráðunum eftir því það á skilið að fá heilt fréttabréf út af fyrir sig, því það er svo mikilvægt.
Algjör gúrka með humarsalati og kotasælu

Algjör gúrka með humarsalati og kotasælu

Tilvalið á kjötlausum mánudegi.
Heitt chaga kakó

Heitt chaga kakó

Í tilefni páska (eða mánaðar súkkulaðis, ef svo má segja) langar mig að deila með þér hollari leið til að njóta súkkulaðis. Leið sem hefur jákvæð áhrif á jafnvægi, sköpunargleði, meltingu, orku og vellíðan. Með chaga vellíðunar kakói.
7 hollráð fyrir heilsusamlegri páska

7 hollráð fyrir heilsusamlegri páska

Við þekkjum það allar að páskarnir einkennast oft af miklu súkkulaðiáti, uppþembu eftir páskaboðin og rútínu sem fer út um þúfur.. Kannast þú við þetta? Góðu fréttirnar eru að þetta þarf alls ekki að vera þinn raunveruleiki. Þú hefur alltaf val! Þín upplifun á ekki að vera sú að þú sért að missa af eða að heilbrigður lífsstíll komi öðrum þáttum í lífinu þínu úr jafnvægi og því er ætlunin ekki að banna þér að njóta. Því það er líka hægt að njóta sín með hollari valkostum.. Hér koma 7 hollráð til þess að gera páskana fulla af notalegheitum, skynsamlegu jafnvægi, orku og vellíðan.
6 óvanaleg merki um vökvatap í líkamanum

6 óvanaleg merki um vökvatap í líkamanum

Andardráttur, húð og vöðvar geta verið að senda þér merki um að líkaminn sé að ganga verulega á vökvabirgðirnar.
“Sú ferska” - Samloka með kjúklingabaunasalati og spírum

“Sú ferska” - Samloka með kjúklingabaunasalati og spírum

Ég veit ekki til þess að nokkur önnur samloka hafi slegið eins vel í gegn og þessi, enda er hún.. - einföld - fljótleg - fersk - bragðmikil - matarmikil Það er því kominn tími til að ég deili henni með þér. Kjúklingabaunasalatið er gott í kvöldmat, upplagt í nesti og einnig gott sem snarl á gott glútenlaust kex.
10 vinsælustu greinar og uppskriftir ársins 2018!

10 vinsælustu greinar og uppskriftir ársins 2018!

Eins og alltaf voru janúar og febrúar alveg pakkaðir hjá mér. Það er alltaf mikið að gera í kringum sykurlausu áskorunina, auk þess sem við opnuðum á ný fyrir skráningar á “Frískari og orkumeiri á 30 dögum” námskeiðið. Það er greinilegt að byrjun árs er tíminn sem allir vilja taka heilsuna í gegn og skráningar í ár slógu öll met hjá okkur! Eitt af því sem ég geri alltaf í upphafi árs, sem ekki gafst tími í, er að rifja upp vinsælustu greinar og uppskriftir frá liðnu ári. Þetta er gott tækifæri til að rifja upp girnilegar uppskriftir og sjá eitthvað sem þú gætir hafa misst af!
Ristil- og endaþarms­krabbamein

Ristil- og endaþarms­krabbamein

Ristil- og endaþarmskrabbamein er eitt fárra meina sem hægt er að koma í veg fyrir eða finna á byrjunarstigum, til dæmis með hópleit, og auka þannig líkur á lækningu.
Hvernig má draga úr bólgum og hrista í burtu flensu á sólarhring!

Hvernig má draga úr bólgum og hrista í burtu flensu á sólarhring!

Glímir þú við bólgur, bjúg eða flensu? Fyrir mánuði síðan brotnaði ég á fæti í Los Angeles sem í kjölfarið fylgdu miklar bólgur. Við heimkomu fékk ég týpísku flensueinkennin, án þess þó að verða alveg veik. Því hefur bólgueyðandi fæða verið mér ofarlega í huga! Og hef ég tileinkað mér einkar bólgueyðandi rútínu og mataræði sem hefur m.a gert mér kleift að losna við flensueinkennin og draga verulega úr bólgum á aðeins sólarhring! Í dag deili ég með þér helstu fæðutegundum sem draga úr bólgum og gef þér 1 dags skipulag mitt sem svínvirkar á bólgur, gefur ónæmiskerfinu búst og eflir meltingu.
Það sem allir ættu að vita um fitu : Læknir útskýrir

Það sem allir ættu að vita um fitu : Læknir útskýrir

Fita hefur fengið á sig slæmt nafn. Sumir segja að hún geri okkur feit, henni er kennt um hjartasjúkdóma og offitu. Aðrir segja að mettuð fita sé slæm en grænmetisolíur séu hins vegar góðar…svona væri hægt að telja upp lengi vel.
7 ráð til að minnka sykurneyslu

7 ráð til að minnka sykurneyslu

Það að draga úr sykurneyslu er margþætt og vex okkur oft í augum. Oft er ég spurð að því hvernig ég fer að því að borða aldrei sykur og að hafa ekki einu sinni löngun í sykur, svo ég ákvað að setja saman 7 ráð sem við getum öll nýtt til að minnka sykurinn og halda sykurpúkanum í burtu.
Ávinningur þess að nota innrauða (infrared) sánaklefa

Ávinningur þess að nota innrauða (infrared) sánaklefa

Eins og flestir vita, að svitna er frábær leið til að brenna kaloríum og hreinsa óæskileg efni úr líkamnum.
5 leiðir til að draga úr bólgum og ná tökum á heilbrigðri meltingu og þarmaflóru

5 leiðir til að draga úr bólgum og ná tökum á heilbrigðri meltingu og þarmaflóru

Ef þú hefur áhyggjur af því að bólgur séu að hafa slæm áhrif á meltinguna þá eru hér fimm ráð sem gætu hjálpað þér.
5 mistök til að forðast þegar þú hættir að borða sykur

5 mistök til að forðast þegar þú hættir að borða sykur

Af hverju er svona erfitt að halda sig við sykurleysið? Í dag deili ég með þér 5 algengustu mistökunum þegar við ætlum að sleppa sykri eða halda áfram í sykurminna mataræði. Mistökin eru vissulega dýrkeypt enda er sykur ávanabindandi og ef við höldum áfram að borða hann án þess að gera okkur grein fyrir því, losnar líkaminn aldrei fyllilega við hann og orkuleysi, slen og aukakíló sitja eftir. Með grein dagsins muntu þó sjá að það er vel hægt að forðast mistökin.
Vegan lasagna sem allir elska, aðeins 5 hráefni!

Vegan lasagna sem allir elska, aðeins 5 hráefni!

Hver elskar ekki lasagna? Ég man að sem krakki var lasagna einn uppáhalds maturinn minn. Í seinni tíð hef ég þróað uppskrift af einföldu vegan lasagna sem slær ávallt í gegn í matarboðum. Þeirri uppskrift deili ég með ykkur í dag. Breyttar matarvenjur, eins og þegar fólk ákveður að hætta í sykri eða dýraafurðum, hafa vissulega áhrif á alla fjölskylduna og því þykir mér mikilvægt þegar ég gef frá mér uppskriftir að þær höfði til allra.
Besta brownie í heimi með möndlusmjörkremi og poppuðu kínóa

Besta brownie í heimi með möndlusmjörkremi og poppuðu kínóa

Þessi ekta súkkulaðibrownies með möndlusmjörkremi og poppuðu kínóa er leyfileg með góðri samvisku í sykurlausu áskoruninni sem hófst í gær. Ertu ekki örugglega búin/n að skrá þig? Árlega áskorunin hefur aldrei verið vinsælli en nú! Hátt í 29 þúsund byrjuðu sykurleysið í gær og ætla sér að minnka sykurinn næstu 14 daga. Ég vonast til að hafa þig með líka! Þetta er einstakt tækifæri til að fá uppskriftir sem slá á sykurlöngun og auka orkuna ásamt innkaupalista og ráðum sem hjálpa þér að minnka sykur í daglegu lífi alveg ókeypis! Smelltu hér til að skrá þig til leiks, þú færð fyrstu uppskriftirnar sendar um hæl!
Dásamlegur Mangó Lassi, drykkur sem slær á sykurlöngun

Dásamlegur Mangó Lassi, drykkur sem slær á sykurlöngun

Í dag deili ég með þér himneskum Mangó Lassi drykk sem slær á sykurlöngun og bólgur sem upphitun fyrir ókeypis 14 daga sykurlausu áskorunina sem hefst eftir viku! Verður þú með? Nú þegar eru tæplega 29.000 manns búnir að skrá sig til leiks en þátttakendur fá sendar ókeypis uppskriftir og innkaupalista, fimm uppskriftir í hvorri viku fyrir sig, sem slá á sykurlöngunina! Einfaldara og þægilegra verður það ekki.