Fara í efni

Sleipiefni er unaðslegt - kyntu undir glæðunum í kynlífinu

Sleipiefni; vatnsleysanleg, auðnotanleg og unaðsleg. Það er engin skömm fólgin í því að notast við sleipiefni í svefnherberginu, hvort sem sjálfsfróun í einrúmi, æsispennandi skyndikynni eða náin atlot hjóna eiga í hlut. Stundum liggur einföld þrá eftir skemmtilegri tilbreytingu að baki notkun sleipiefnis, öðrum stundum getur reynst nauðsynlegt að grípa til sleipiefnis til að hindra líkamleg óþægindi.
Sleipiefni er unaðslegt - kyntu undir glæðunum í kynlífinu

Sleipiefni; vatnsleysanleg, auðnotanleg og unaðsleg. Það er engin skömm fólgin í því að notast við sleipiefni í svefnherberginu, hvort sem sjálfsfróun í einrúmi, æsispennandi skyndikynni eða náin atlot hjóna eiga í hlut.

Stundum liggur einföld þrá eftir skemmtilegri tilbreytingu að baki notkun sleipiefnis, öðrum stundum getur reynst nauðsynlegt að grípa til sleipiefnis til að hindra líkamleg óþægindi.

Úrvalið af vatnsleysanlegum og viðurkenndum sleipiefnum er nær óendanlegt; hægt er að fá sæðisdrepandi sleipiefni sem auka enn á öryggi við samfarir ef smokkurinn rifnar, hægt er að fá bragðgóð sleipiefni sem hreinlega má sleikja af og geta verið skemmtileg í notkun við munngælur. Til eru sleipiefni fyrri ofnæmisgjarna og viðkvæma slímhúð og svo er hægt að fá örvandi sleipiefni, sem erta kynfærin og stuðla að aukinni kynörvun.

Sumar konur finna til óþæginda við samfarir ef sleipiefni er ekki haft um hönd og sleipiefni geta komið að góðum notum ef estrógenframleiðsla líkamans er í lágmarki. Ef hormónaframleiðsla konunnar er í ójafnvægi getur konan átt erfiðara um við með að blotna og í þeim tilfellum geta örfáir dropar af sleipiefni rutt líkamlegum hindrunum úr vegi og gert reynsluna hreint út sagt unaðslega.

En það er ekki allt; ef ástarleikurinn dregst á langinn getur sleipiefni einnig stuðlað að vellíðan ~ þegar andinn er viljugur en holdið er veikt getur forleikur sem felur í sér gagnkvæma fróun með hjálp sleipiefnis jafnvel unnið bug á stinningarvanda karlmannsins og stuðlað að snemmbærri fullnægingu konunnar. Þá er einnig ágætt að hafa hugfast að sjálfur smokkurinn getur dregið úr rakamyndun í leggöngum kvenna og því getur verið gott að notast við vatnsleysanlegt sleipiefni samhliða því sem smokkurinn er notaður.

Hverjir nota eiginlega sleipiefni?

… allir sem komnir eru til vits og ára, njóta kynlífs og líkamlegrar snertingar sem leiðir af sér erótískan unað ættu í raun að nota sleipiefni. Konur sem karlar með heilbrigða kynhvöt; samkynhneigð og gagnkynhneigð pör. Einhleypir einstaklingar sem iðka reglubundna sjálfsfróun, konur á breytingaskeiðinu og pör sem enda í rúminu eftir fyrsta stefnumótið. Það er engin skömm fólgin í því að notast við sleipiefni sem ætti að vera sjálfsögð viðbót í svefnherberginu.

Hvers vegna ætti ÉG að nota sleipiefni?

Eins og fram kemur hér að ofan getur sleipiefni komið að góðum notum við sjálfsfróun beggja kynja. Þess utan er sleipiefni frábært leikfang sem getur gætt kynlífið enn meira unaði. Sleipiefni getur meira að segja komið að notum ef karlmaðurinn glímir við stinningarvanda og þjónað hlutverki leikfangs í svefnherberginu ~ en meginhlutverk sleipiefnis er að auka á unað beggja aðila og stuðla að enn ljúfari fullnægingu. Spurningin hér að ofan ætti því fremur að vera þessi; hvers vegna ætti ég EKKI að nota sleipiefni?

Hvernig er best að nota sleipiefni?

Eðli málsins samkvæmt er best að nota sleipiefni meðan á forleik stendur og sleipiefnið getur jafnvel gegnt mikilvægu hlutverki meðan á gælum stendur. Þú sjálf, eða karlmaðurinn, getur sett örfáa dropa á fingurgómana og nuddað sleipiefninu beint á snípinn og jafnvel rennt fingri upp í leggöng eða kringum og upp í endaþarm. Sleipiefnið getur hjálpað við örvun og hindrað óþægindatilfinningu meðan á forleiknum sjálfum og síðar meir samförunum stendur. Ef þið notist við smokk má hafa hugfast að allir smokkar eru smurðir sleipiefni sem gerir svo aftur getnaðarlimnum auðveldara að smjúga inn í leggöngin eða endaþarminn. Ef þið notist hins vegar ekki við smokk, er einnig hægt að bera sleipiefnið beint á stinnan liminn áður en honum er smeygt inn.

Hvaða tegund af sleipiefni á ég að velja?

Hugtakið sleipiefni er á ákveðnu reki. Hvað er í raun sleipiefni? Þarf ég að kaupa sleipiefni í apóteki? Er hægt að notast við nuddolíu? Hvað með ilmkjarnaolíur? Hvers vegna ekki bara vatn? ~ Spurningarnar eru óteljandi og svörin eftir því. Í stuttu máli sagt eru til tvær megingerðir sleipiefna; olíur og vatnsleysanleg sleipiefni. Til eru sleipiefni sem eru seld í lyfjaverslunum og eru sérstaklega hönnuð fyrir viðkvæma slímhúð kynfæra. Leitaðu eftir sleipiefni sem er Water Based Condom Safe ~ olíur geta brotið niður sameindabyggingu latexsmokka og jafnvel valdið ertingu, sveppasýkingu og illa lyktandi útferð.

Get ég notað sæðisdrepandi krem í stað sleipiefnis?

Ef þú vilt setja öryggið á oddinn getur þú meira að segja fengið sæðisdrepandi sleipiefni, en sú gerð sleipiefnis er sérlega hjálpleg ef þungun er alls ekki á stefnuskránni og þú vilt vera við öllu búin, t.a.m. ef smokkurinn rofnar í miðjum samförum og karlmaðurinn hefur sáðlát sem lekur óhindrað út um rofinn smokkinn. Gættu þess þó að sæðisdrepandi sleipiefni geta valdið ertingu og sveppasýkingum, ef notkun fer úr hófi fram.

Aldrei ætti að nota sæðisdrepandi sleipiefni við endaþarmsmök . . . LESA MEIRA

 

 

 

Könnun

Hvaða hreyfingu stundar þú?