Vorrúllur međ Satay ídýfu frá mćđgurnar.is

Mmmm... vorrúllur. Margir eru vanir djúpsteiktum vorrúllum, en okkur finnst ţćr eiginlega bestar ferskar. Mjúkar undir tönn og fullar af fersku hráefni.

Best er ađ dýfa ţeim í dásamlega hnetusósu í ćtt viđ satay. Rúllurnar er afskaplega fljótlegt ađ útbúa ţví ekkert ţarf ađ elda. Bara skella sósu í blandarann, skera niđur grćnmeti og rúlla.

Og auđvitađ dýfa og njóta!

Ţćr eru ljúffengur hádegisverđur eđa skemmtilegur forréttur. Svo er tilvaliđ ađ útbúa nokkrar og taka međ í nesti. 

Best er ađ byrja á ţví ađ útbúa satay sósuna og valhnetukćfuna. Skera ţví nćst niđur allt grćnmetiđ og ţá er mál ađ rađa á hrísgrjónapappírinn og rúlla upp. Okkur finnst fallegt ađ hafa annan endann á rúllunum opinn, ţćr fá svo fallegt og ferskt yfirbragđ. En ef ţiđ eruđ ađ útbúa rúllur í nesti ţá er best ađ loka ţeim báđum megin og geyma í loftţéttu nestisboxi međ smjörpappír í botninum og á milli laga. Svo má hafa satay sósuna međ í lítilli krukku, eđa bara setja ađeins meira af henni inn í rúllurnar sjálfar. 

 

Uppskriftin

Satay sósa

1 dl hnetusmjör 
1 dl kókosmjólk 
1/2 dl appelsínusafi 
3 msk sítrónu eđa lime safi 
4 döđlur 
2 msk tamarisósa 
1-2 hvítlauksrif 
2 cm biti sítrónugras (ef ţiđ eigiđ)
1 limelauf (fćst ţurrkađ) 
1 msk engifer skot
smá ferskur chilipipar eđa cayenne pipar, magn eftir smekk
smá salt 

Allt sett í blandara og blandađ saman. 

Valhnetu kćfa

3 ˝ dl valhnetur, ţurrristađar á pönnu 
2 msk vorlaukur 
2 msk steinselja 
˝ msk tamari sósa
˝ tsk hvítlauksduft 
1 ˝ tsk sítrónusafi 
Ľ tsk sjávarsaltflögur

Allt sett í matvinnsluvél og maukađ saman. Frábćrt ađ geyma restina sem álegg á brauđ eđa kex.

Vefjurnar

8 hrísgrjónapappírsblöđ
hnefi af spínati, klettasalati eđa grćnkáli
1 mangó, afhýtt og skoriđ í ţunnar sneiđar
1 avókadó, skoriđ i ţunnar sneiđar
1 agúrka, skorin í ţunna strimla
1 búnt ferskur kóríander
2 vorlaukar, skornir í ţunnar sneiđar

Ađferđ

 1. Byrjiđ á ađ útbúa sósuna og kćfuna.
 2. Skeriđ ţví nćst grćnmetiđ í ţunnar sneiđar.
 3. Helliđ volgu vatni í skál og dýfiđ hrísgrjónapappírnum í bleyti í allt ađ ˝ mín, eđa fariđ eftir leiđbeiningum á pakkanum. (Ţađ er mikilvćgt ađ hafa pappírinn ekki of lengi í vatninu, ţá verđur svo erfitt ađ vinna međ hann og hann festist viđ brettiđ).
 4. Takiđ pappírinn upp og létt ţerriđ og setjiđ á skurđarbretti eđa disk.
 5. Byrjiđ á ađ rađa spínati á pappírinn, setjiđ 1-2 msk valhnetukćfu ofan á og rađiđ síđan mangóstrimlum, avókadóstrimlum, agúrku, kóríander og vorlauk á rúlluna.
 6. Endiđ á ađ setja rönd af sataysósu ofan á og rúlliđ upp.

 

Njótiđ í rólegheitum og í góđum félagsskap.

Uppskrift af síđu maedgurnar.is          

 • Alvogen


Athugasemdir

Svćđi

 • Um Heilsutorg
 • Twitter
 • Heilsutorg á Facebook
 • Mobile útgáfa af heilsutorg.com
 • Veftré