Fara í efni

Við hvað erum við svona hrædd - hugleiðing dagsins

Við hvað erum við svona hrædd - hugleiðing dagsins

Við hvað erum við svona hrædd?

Áður hef ég vitnað í sálm úr Biblíunni sem flestir þekkja nokkuð vel, Drottinn er minn hirðir. Þetta er lofgjörð til guðs og yfirlýsing um að sá sem fer með hann treysti guði til að vernda sig, standa með sér og sjá um sig.
En hvað ef við gerum sálminn að okkar eigin? Getum við prófað það til gamans?

Sálmurinn minn

Ég er minn hirðir,
mig mun ekkert bresta.
Á grænum grundum læt ég mig hvílast,
leiði mig að vötnum þar sem ég má næðis njóta.

Ég hressi sál mína,
leiði mig um rétta vegu
fyrir sakir nafns míns.

Þótt ég fari um dimman dal 
óttast ég ekkert illt
því að ég er hjá mér,
sproti minn og stafur hugga mig.

Ég bý mér borð
frammi fyrir fjendum mínum, 
ég smyr höfuð mitt með olíu, 
bikar minn er barmafullur.

Gæfa og náð fylgja mér 
alla ævidaga mína
og í húsi mínu
bý ég langa ævi.

Ég er minn hirðir,
mig mun ekkert bresta.