Fara í efni

Töff stuttar klippingar fyrir sumarið

Ert þú að spá í að klippa hárið þitt stutt fyrir sumarið, en ert ekki alveg viss hvort að þú eigir að stíga þetta stóra skref? Hérna eru nokkrar stuttar klippingar sem þú getur spáð aðeins í og sýnt hárgreiðslukonu/manni þínum
„Bob“ klipping er vinsæl í ár.
„Bob“ klipping er vinsæl í ár.

Ert þú að spá í að klippa hárið þitt stutt fyrir sumarið, en ert ekki alveg viss hvort að þú eigir að stíga þetta stóra skref?  Hérna eru nokkrar stuttar klippingar sem þú getur spáð aðeins í og sýnt hárgreiðslukonu/manni þínum.

Þessar klippingar eiga það sameiginlegt að það eru auðvelt að eiga við hárið, hvort sem þú vilt vera „sporty“ , fín eða jafnvel taka hárið aðeins upp.  Allt hægt.

 

Ef þig langar í stutt hár, þá getur það verið ansi erfitt að finna réttu klippinguna svo skoðaðu myndir vel og ef þér líst vel á einhverja af þeim, skoðaðu hana aftur og aftur þar til að þú ert örugg með þá ákvörðun að láta hárið flakka.  Sumir vilja meina að sjálfsvirðing kvenna hangi á hárinu! 

„Bob“ klipping er vinsæl nú í ár og virðist klæða flest allar konur og hér eru nokkrar útgáfur af þeirri klippingu.  Eins ef þú ert ekki alveg viss, kíktu þá myndbandið hér neðst og prufaðu þig áfram með „fake“ Bob og sjáðu hvernig það fer þér. 

Þessi klipping kemur vel út fyrir alla hárliti. 

Þú situr ekki föst með eitt „look“  þú getur haft það liðað eða slétt.

Þú getur notað fallegt hárskraut eða tekið það töff upp. 

Hér sérðu betur hvað hægt er að gera flotta greiðslu við stutt hár. 

Ef þú ert óörugg hvort að þú eigir að stíga stóra skrefið og klippa þig kíktu þá á þetta myndband og fylgdu leiðbeiningum skref fyrir skref og sjáðu útkomuna hjá þér. 

Fylgdu okkur á Instagram #heilsutorg#fegurð