Fara í efni

Sykurlaus orkubomba: Chiagrautur með chai-rjóma og banana

Sykurlaus orkubomba: Chiagrautur með chai-rjóma og banana

Vantar þig meiri orku?

Sykur er ávanabindandi og skaðlegur fyrir skammtíma og langtíma heilsu okkar, því er full ástæða til þess að hefja árið með 14 daga hvíld frá honum.
Mér datt mér í hug að deila með þér uppskrift úr áskoruninni í ár, svo þú sannfærist nú alveg um það að sykurlaus fæða sé bæði girnileg og bragðgóð!

Ef þú ert ekki skráð/ur nú þegar komdu yfir í sykurlausu lestina hér! 

Uppskriftin sem ég deili með þér í dag er í algjöru uppáhaldi. Ein besta leiðin til þess að temja sykurlöngun á hollari hátt er að bæta við sætleika frá náttúrunnar hendi í mataræðið! Þegar ég fór í hráfæðiskokkanámið í LA kynntist ég Chai kryddi og hefur það orðið að algjöru eftirlæti hjá mér til að gefa sætleika án sykurs í uppskriftir!

Chai krydd
Chai kryddin í uppskriftinni (ólíkt chai te) er krydd sem þú trúlega átt í kryddskápnum á þessum tíma árs, en þau eru mikið notuð í piparkökubaksturinn. Chai kryddin eru blanda af kanil, kardimommum, negul, engifer, piparkornum og vanillu. Kryddjurtir eins og þessar geta seðjað sykurlöngun sem og hlýja kroppinn.

Chia fræ
Ég er ofboðslega hrifin af chia fræjum enda hjálpa til við að stjórna kolvetnaupptöku líkamans, sem jafnar blóðsykur og getur dragið úr sykurlöngun. Einnig eru fræin einstaklega rík af próteini og omega 3 fitusýrum frá plönturíkinu!

Kókosmjólk
Kókosmjólk bætir meltingu og getur dregið úr bólgum í meltingarfærum. Kókosmjólkin er einnig sérlega fiturík, en að neyta hollrar fitu er eitt af mínum ráðum við að temja sykurlöngun yfir daginn. Uppáhalds kókosmjólkin mín er frá vörumerkinu Coop sem fæst í Nettó í hvítum dósum.

Chiagrautur með himneskum Chai kókosrjóma

Chai kókosrjómi:
1 dós (eða 1 1/2 bolli) kókosmjólk 
1/4 tsk kanil
1/4 tsk malaðar kardimommur
1/4 tsk engiferduft
1/2 tsk rósapipar, malaður
1/2 tsk vanilluduft eða dropar
4-6 dropar stevia
salt

1 þroskaður banani, stappaður

Chiagrautur með banana:
1/3 bolli chia fræ
1 dós (eða 1 1/2 bolli) kókosmjólk
1/2 bolli vatn (eða meira, val)
1 þroskaður banani
1/2 tsk vanilludropar
2-4 dropar stevia

Súkkulaðikúlur:
1 bolli kínóa pops
4 msk kókosolía, brædd
1 msk kakó
6 dropar stevia (venjuleg eða með súkkulaðibragði)
1 tsk kókospálmanektar (val)
1 tsk pollen (val)
vanilla

Til að skreyta:
Súkkulaðikúlur
Chai kryddaðar pecanhnetur frá sykurlausri áskorun
Jarðaber
Banani

Aðferð:
Setjið öll hráefni í chai rjómann og vinnið í blandara þar til silkimjúkt. Geymið til hliðar í kæli.
Útbúið Chiagraut með því að vinna öll hráefni nema chia fræin í blandara. Hrærið varlega chia fræin samanvið án þess að vinna of mikið í blandaranum og geymið í kæli í 30 mín (eða lengur) svo úr verði þykkur chiagraut.

Fyrir súkkulaðikúlur: Hitið ofninn á 170 gráður. Hrærið öllu vel saman í skál. Smakkið og bætið við hráum kókospálmanektar ef þið viljið hafa blönduna sætari, annars má sleppa. Bakið í 10-15 mín, þar til stökkt, eða setjið í þurrkuofn í 12 klst.

Sameinið chiagrautin með því að hella chai rjómanum í tvö glös c.a 1/3 glasins, þar ofaná bananastappa eða banana sneiðar, fyllið glasið svo með chia- og bananagrautnum og skreytið með súkkulaðikúlum, Chai kryddaðuðum pecanhnetur og jarðaberjum. Njótið strax!

Hollráð:
Útbúið chiagrautin og geymið í kæli í allt að 3-5 dögum, sleppið þá ferskri bananastöppu og jarðaberjum. Grauturinn gefur fljótlega orku og dásamlegur einn og sér með chai rjómanum.

Nú eru aðeins 3 dagar þar til fyrstu uppskriftir og innkaupalisti fara út til yfir 24.000 þátttakenda sem skráð eru í ókeypis  “Sykurlaus í 14 daga” áskorun sem hefst svo næsta mánudag! Verður þú með?
Fáðu meiri orku og bætta líðan með því að taka ókeypis sykurlausri áskorun hér!

Sjáðu hverju þú gætir átt von á með því að sleppa sykri í 14 daga…

“Betri líðan, jafnari orka og aukin vitund um það sem maður borðar. Svo er þetta er líka þræl gaman, maður hefur gott að því að skoða almennilega hvað maður lætur ofaní sig.” — Svanbjörg Pálsdóttir

“Þetta opnaði augu mín algjörlega fyrir öllum leyndu gildrunum. Mér hefur liðið alveg rosalega vel og finnst maturinn alveg hreint snilldarlega og syndsamlega góður.” — Lovísa Vattnes

“Ég er búin að missa 5kg og verkir í höndunum farnir og sef miklu betur ? Ég hef ekki fengið höfuðverk eða slæmt mígreniskast síðan ég byrjaði sem er æði og ég er orku meiri :D” — María Erla Ólafsdóttir


Sé þig hinum megin í áskorun!
Heilsa og hamingja,
jmsignature