Fara í efni

Snjöll ráð til að sofa betur

Svefnlaus? Vantar þig smá aðstoð og góð ráð ? leitaðu ekki lengra því hér eru nokkur afar snjöll og einföld ráð til að ná sem bestum nætursvefni eins og mögulegt er.
Svefn og aftur svefn..
Svefn og aftur svefn..

Svefnlaus? Vantar þig smá aðstoð og góð ráð ?

Leitaðu ekki lengra því hér eru nokkur afar snjöll og einföld ráð til að ná sem bestum nætursvefni eins og mögulegt er.

Slepptu stjórninni

Af öllum þeim hlutum sem þú ræður yfir þá er svefn ekki einn af þeim. Það gagnast ekkert að óska, vonast eða ég verð að sofna, það virkar bara ekki. Um leið og þú meðtekur að svefninn er eitthvað sem þú hefur ekki alla stjórn á þá hættir þú að hafa áhyggjur af svefninum. Þetta er svona svipað og umferðin á morgnana, þú getur látið hana fara í taugarnar á þér allan daginn eða hugsað sem svo, þetta er bara hluti af lífinu. Sumir dagar eru betri en aðrir.

Fastur tími til að fara í rúmið

Þú stillir vekjaraklukkuna til að vakna á morgnana en stundvísi við að fara í rúmið á kvöldin er alveg jafn mikilvæg. Þó þú þurfir ekki að stilla klukku sem rekur þig í rúmið þá ættir þú að setja þér tíma og fara eftir honum á hverju kvöldi. Líkaminn þarf fasta rútínu.

Farðu í heitt bað

Óli lokbrá kemur þegar líkamshitinn lækkar. Nýttu þér þetta með því að fara í heitt bað fyrir svefninn (má líka vera heit sturta) skríddu svo uppí strax eftir baðið, leggstu niður og leyfðu líkamshitanum að lækka sig og á þig sækir syfja.

Nú er það svart

Jafnvel örlítil birta getur truflað þegar verið er að reyna að sofna. Þetta þýðir að ekkert sjónvarp, tölvur eða ljós á ganginum ætti að vera á. Slökktu á öllu og vittu til, þú finnur svefninn sækja á þig.

Þögn

Að setja Ipodinn á shuffle er alls ekki leiðin til að komast hjá því að hlusta á makann hrjóta. Í staðinn fyrir shufflið, prufaðu hljóðvél, þessar sem gefa frá sér frumskógarhljóð eða sjávarnið. Þetta róar þig niður og drekkir út hrotur og umhverfishljóð sem geta verið truflandi.

Að vera kúl

Kuldi er besti vinur svefnsins. Lækkaðu hitann í herberginu þínu og notaðu sængur til að halda á þér hita. Kalt svefnherbergi þýðir að líkaminn starfar á rólegu og þæginlegu nótunum.

Fullur magi

Að troða í sig áður en farið era ð sofa er alveg bannað. Það skapar meltingatruflanir og stöðugar klósettferðir. Léttur kvöldverður um tveimur tímum fyrir svefn getur hjálpað þér að sofa betur.

Sígó og kók

Það er svo sem í lagi einstöku sinnum, en að gera það að vana að fá sér vínglas og sígarettu á hverju kvöldi er eitthvað sem er ekki mælt með. Áfengi, gosdrykkir og sígarettur eru örvandi og munu halda fyrir þér vöku langt fram á nótt. Einnig, þá er áfengissvefn afar truflandi og þú vaknar þreytt.

Koddar

Líkja má koddanum við íþróttahaldara. Hann er mikilvægasta tækið til þess að þú náir nú góðum zzzzZZ. Koddar þurfa að vera góðir, veita stuðning og mundu, ekki hafa of hátt undir höfðinu.

Gæludýrin

Miðnætur brölt á ketti, hundi að dreyma ævintýri… ég get haldið áfram að telja upp …. Eins og við elskum þau mikið þá eiga þau að sofa í sínum eigin bælum.

Drepum verki

Ef þú ert með smá verk sem er að halda fyrir þér vöku taktu þá verkjatöflu eða leitaðu læknis til að komast að því hvers vegna þér verkjar.

Kaffi kaffi koffein

Það er í lagi að drekka kaffi á morgnana en það á að vera regla að drykkir sem innihalda koffein eiga ekki að fara inn fyrir varirnar seinnipart dags.

Andaðu

Hættu að hugsa um þvott sem á eftir að brjóta saman eða listann yfir það sem þú þarft að gera á morgun. Einbeittu þér að því að anda. Andaðu djúpt inn um nefið og blástu svo út um munninn. Tæmdu hugann, gerðu þetta nokkrum sinnum og áður en þú veist af….. ertu sofnuð.

Ekkert nema rólegheit

Þegar svefnleysi læðist aftan að þér, ekki fríka út. Taktu því bara rólega. Ok, svefnlaus nótt…það gerist. Slakaðu bara á, liggðu á bakinu og lokaðu augunum og hvíldu þig ef þú ert ekki að ná að festa svefn.

Ekki svindla

Það er ekkert til sem heitir AÐ BÆTA UPP FYRIR TAPAÐAN SVEFN. Þú þarft bara að halda þig við þína rútínu. Að leggja sig eða fara voða snemma að sofa eða sofa of lengi á morgnana bætir ekki upp fyrir svefnlausa nótt. Heldur ertu að rugla líkamann í ríminu. Haltu reglunni og þetta á ekki að vera neitt mál.

Heimildir: womenshealthmag.com