Fara í efni

Sætkartöflu franskar með Guacamole

Þetta er æðsleg uppskrift, holl og góð fyrir alla fjölskylduna.
Sætkartöflu franskar með Guacamole

Þetta er æðsleg uppskrift, holl og góð fyrir alla fjölskylduna.

Sætkartöflu franskar og Guacamole.

Þessar franskar eru ekki steiktar heldur eru þær bakaðar í ofni.

Þær eru mjög saðsamar og stundum eru þær ansi góður aðalréttur og þá með meðlæti eins og t.d fersku salati eða slíku.

Uppskrift er fyrir 2.

Hráefni:

2 stórar sætar kartöflur

Kókósolía

Þurrkaðar kryddjurtir að eiginvali

1 tsk af hvítlauksdufti

1 avókadó

½ lime

3 cherry tómatar

Sjávarsalt

Pipar

Leiðbeiningar:

Forhitið ofninn í 200 gráður.

Skolið af kartöflum og þurrkið með eldhúspappír. Það má afhýða þær eða hafa hýðið á. Mér finnst persónulega betra að afhýða þær því hýðið getur orðið seigt.

Nú skaltu skera kartöflurnar þínar í þunnar franskar og dreifa þeim jafnt á bökunarpappír sem þú hefur sett á ofnskúffu með kókósolíunni.

Bakaðu nú franskarnar þínar í um 25 mínútur.

Á meðan þær bakast þá skaltu búa til Guacamole.

Skerðu avókadó í helminga og fjarlægðu kjötið.

Taktu lítinn disk og stappaðu avókadókjötið með gaffli og kreistu lime yfir og blandaðu vel saman.

Skerðu kirsuberjatómatana í bita og fjarlægðu fræin. Skerðu nú í þunnar sneiðar og bættu í avókadóblönduna ásamt kryddjurtum og passaðu að hræra vel saman.

Kryddið með sjávarsalti og pipar og setjið til hliðar.

Þegar 25 mínútur eru liðnar hjá frönskunum þá skaltu snúa þeim og stilla á grill á ofninum þínum og leyfa frönskum að grillast í 10 – 15 mínútur eða þar til þær eru orðnar stökkar.

Taktu þær svo úr ofninum, stráðu örlitlu af sjávarsalti og pipar yfir og berðu fram strax.

Njótið vel!