Fara í efni

Regnboga pizza með hummus og beyglu skorpu – veggie væn

Þessi pizza er svo falleg og ég get lofað ykkur því að hún er alveg afskaplega góð á bragðið.
Regnboga pizza með hummus og beyglu skorpu – veggie væn

Þessi pizza er svo falleg og ég get lofað ykkur því að hún er alveg afskaplega góð á bragðið.

Ein öðruvísi pizza, gjörið svo vel.

Það tekur um einn og hálfa tíma að undirbúa, eldun er um klukkustund.

 

Hráefni í skorpu:

1 bolli af volgu vatni

1 tsk af salti

1 msk af þurrger

2 msk af sykri eða sætuefni að eigin vali

2 msk af ólífuolíu eða olíu að eigin vali

3 bollar af hveiti – getur notað það hveiti sem hentar þér

1 msk af kryddi sem heitir Everything Bagle

Í þessu Everything Bagle kryddi er eftirfarandi:

Sjávarsalt, sesamfræ,mulinn laukur, mulinn hvítlaukur, birkifræ,svört sesam fræ og svört Caraway fræ.

Þannig að ef þið finnið ekki þetta tiltekna krydd þá er bara að gerast frumlegur og krydda með því sem þetta Everything bagle krydd inniheldur.

Álegg:

1 bolli af hummus

1 bolli af mozzarella

½ lítill laukur skorinn í afar þunnar sneiðar

1 tómatur, skorin í þunnar sneiðar

2 hvítlauksgeirar, saxaðri smátt

½ bolli af rifnu fersku rauðkáli

1 lítil gulrót, rifin

1 lítill kúrbítur, skorinn í sneiðar

1 rauð paprika skorin í afar þunnar lengjur

¼ bolli af sveppum í sneiðum

1/3 bolli af heilkorni (kernal)

Ferskur basil eftir smekk

Ferskur graslaukur eftir smekk

¼ bolli af ferskum bláberjum

Leiðbeiningar:

  1. Blandið saman þurrger, sykri og vatni í meðalstóra skál og látið standa í um 5 mínútur, eða þar til þurrger hefur tekið við sér. Bætið þá við hinum hráefnum og hrærið þar til úr hefur orðið deig.
  2. Setjið deigið á borð þar sem er aðeins af hveiti á og hnoðið í 5 til 10 mínútur. Deigið á að vera mjúkt og gefa eftir. Setjið í meðal stóra skál en munið að bera olíu innan í skálina áður. Snúið deiginu þannig að allar hliðar nái að draga í sig olíuna. Hyljið svo skál með viskustykki eða plastfilmu. Setið á hlýjan stað og látið hefast þar til það hefur tvöfaldast í stærð.
  3. Forhitið ofninn á 220 gráður. Taktu núna stærsta pottinn sem þú átt og settu 130 ml af vatni og láttu suðuna koma upp. Skiptu nú deiginu í tvennt og rúllaðu hvorum helming í hringlaga form. Setjið afar varlega hvorn helminginn um sig í pottinn og látið eldast í 45 sekúndur á hvorri hlið. Notist við stóra steikingarspaða eða annað til að lyfta deiginu svo varlega úr pottinum og leggja á bakka ofan á hreint viskustykki.
  4. Takið nú tvö pizza form og berið olíu innan í þau. Setjið deigið í formin og kryddið með Everything bagle kryddinu en bara á ysta hluta deigsins. Bakið í 10 mínútur.
  5. Takið úr ofni og lækkið hitann í 180 gráður. Smyrjið nú pizzuna með hummus, setjið svo ostinn og síðan restina af álegginu fyrir utan bláberin. Bakið í 15 – 20  mínútur eða þar til álegg og brúnir á deigi eru orðin gyllt.
  6. Takið úr ofni og stráið strax yfir basil, graslauk og bláberjum svo þetta nái að festast í ostinum.

Látið kólna í 5 – 10 mínútur og skerið svo í sneiðar.

Njótið~