Fara í efni

Ofmetin fæðubótarefni

Ofmetin fæðubótarefni

Sala fæðubótarefna er mjög stór markaður og eiga þau oft að vera allra meina bót samkvæmt framleiðendum og söluaðilum. Þó var til heilbrigður maður áður en hillur heilsubúða og stórmarkaða fylltust af fæðubótarefnum.
Talið er að við Íslendingar höfum eytt um tveimur og hálfum til þremur milljörðum króna í fæðubótarefni á árinu 2008, þessar tölur eru líklega hærri í dag því stórmarkaðir eru orðnir stórir söluaðilar fæðubótarefna.

Þrátt fyrir þessa miklu notkun Íslendinga á fæðubótarefnum eru vísindalegar sannanir fyrir virkni þeirra oft mjög takmarkaðar. Þó eru til fæðubótarefni líkt og omega-3 fitusýrur, D-vítamín, góðgerlar, prótein og kreatín sem hafa margsannað virkni sína í vísindarannsóknum. Það eru hins vegar fjöldinn allur af fæðubótarefnum sem við neytum sem eru með litlar sem engar vísindalegar sannanir á bakvið virkni sína. Hér er listi yfir nokkur ofmetin fæðubótarefni:

Conjugated Linoleic Acid (CLA) – Samtengd línólsýra
CLA er fitusýra sem vakti til að byrja með mikla von um virkni til þess að stuðla að fitulosun. CLA finnst náttúrulega í kjöti og feitum mjólkurafurðum.
Virkni CLA til fitulosunar sýndi frábæra virkni í músarannsóknum og var sett á markað fyrir mannverur af sömu ástæðu, en því miður hafa rannsóknir ekki sýnt sömu virkni í mönnum. Mjög mikið ósamræmi hefur verið í niðurstöðum rannsókna á CLA. Til að gera hlutina enn verri hefur notkun á CLA sýnt fram á hafa neikvæða virkni á efnaskipti glúkósa, bólgur, insúlínnæmni og blóðfitur.

Nitric Oxide (NO) – Nituroxíð
Ofurvirkni nituroxíðs á að auka kraft á æfingum, vöðvavöxt og endurheimt með því að stuðla að æðavíkkun. En vísindin á bakvið þetta eru veik. Nituroxíð fæðubótarefn (pre-workout efni) innihalda raunverulega amínosýruna arginín – en ekki níturoxíð. Arginín finnst í matvörum eins og spínati, sesamfræjum, krabba, rækjum og kalkún. Frekari rannsóknir á virni arginíns á að auka úthald íþróttamanna á eftir að sanna. Hægt er að ná nægu magni af nítoxíði gegnum fæðu með því að borða fjölbreytta fæðu og með því að auka neyslu á rauðrófum, spínati og öðru grænu laufgrænmeti.

Glútamín
Ástæða þess að notkun glútamíns er svo mikil meðal líkamsræktarfólks í dag er að alvarlega veikir sjúklingar eins og t.d. með mikil brunasár, blóðsýkingar og bólgusjúkdóma eru með mjög lítið magn af amínósýrunni glútamín í vöðvum. Inntaka á þessari amínósýru bætir þeirra líkamsástand og jafnvægi kemst á vöðvaprótein þeirra.
En þetta hefur því miður ekki þessa virkni í heilbrgiðum einstaklingum í ræktinni. Jafnvel þótt að það verði tap á glútamíni við æfingar þá er tapið aldrei það mikið að það valdi vöðvaniðurbroti. Engin rannsókn hefur hingað til sýnt fram á jafnvel stórir skammtar af glútamíni auki magn þess í vöðvum. Þetta er algjörlega ónauðsynlegt fæðubótarefni fyrir heilbrigða einstaklinga til að auka vöðvavöxt eða til að hindra vöðvaniðurbrot.

Green Coffee Bean Extract
Þetta fæðubótarefni kom á markaðinn sem stormsveipur og miklar vonir voru bundnar við það sem fitubrennsluefni. Fáar rannsóknir og yfirlitsgreinar sýndu fram á virkni þessa efnir. Það er mikilvægt að taka fram að það var sett stórt spurningarmerki við aðferðafræði rannsóknanna og niðurstöður sumra þessara rannsókna voru fjarlægðar úr vísindritum.
Samkvæmt Jen Widerstrom, fitnessgúru og þjálfara í „Biggest Loser“ þá heldur hann því fram að ekkert fitubrennsluefni á markaðnum virki. Punktur! „Magir skjólstæðingar mínir spyrja um fitubrennsluefni og í sannleika sagt er það mannlegt eðli þessi dægrin að vilja skyndilausnir og töfrapillur. Til að stuðla að fitulosun þarf aga í líkamsrækt og rétta næringu svo líkaminn treysti þér til að léttast“ ; segir Jen. Til þess þarf ekki green coffee bean extract eða nokkuð annað fitubrennsluefni.

Zinc Magnesium Aspartate (ZMA)
Þetta fæðubótarefni var vinsælt í kringum aldamótin og hefur áhugi á því verið að aukast undanfarið. ZMA er samsett úr sinki, magnesíum og B-6 vítamíni og er auglýst að það eigi að auka vöðvamassa, svefn og testósterónframleiðslu. Því miður eru þessar nýju vinsældir ekki vegna þessarar virkni. Það hefur aðeins ein „rannsókn“ sýnt fram á virkni ZMA og það var rannsókn vísindamannsins og hönnuðs ZMA, Victor Conte (þekktur úr BALCO steraskadalnum), þess fyrir utan hefur rannsókn eftir rannsókn sýnt fram enga virkni þessa efnis til að auka testósterónmagn eða líkamlega getu.

Raspberry Ketones –Hindberja ketónar
Mikið auglýst sem fitubrennsluefni og vakti mikla athygli fyrst og voru miklar vonir bundar við það. En likt og með öll önnur fitubrennslufæðubótarefni þá hafa rapsberry ketónar ekki náð að sýna fram á árangur í baráttu við aukakílóin og engin vel framkvæmd rannsókn hefur sýnt fram á jákvæða virkni.

Ribose – Ríbósí
Kom fram á markaðinn sem álíka áhrifaríkt og kreatín til að auka vöðvavöxt, endurnýja ATP og stuðla að betri endurheimt eftir æfingar. Það hljómaði mjög sannfærandi til að byrja með staðreyndin er önnur. Vísindin á bakvið virkni róbósa er mjög veik, engin rannsókn hefur sýnt fram á að ríbósi geti stuðlað að vöðvavexti eða auknum styrk.

Garcinia Cambogia
Þetta er enn eitt fitubrennslufæðubótarefnið sem varð vinsælt í Bandaríkjumí eftir gott umtal hjá Dr. Oz, en hann hefur stuðlað að vinsældum marga fitubrennslefna. Garcinia Combogia var auglýst sem „Næsta undrapillan sem stuðlar að þyngdartapi án þess að huga að mataræðinu og hreyfingunni.“ Hljómar þetta of gott til að vera satt? Vísindin eru lítil sem engin á bakvið þessar staðhæfingar og fjölda rannsókna hafa sýnt að þetta „töfraefni“ stuðlar ekki að miklu þyndartapi í mönnum. Þú getur gert margt annað betra við peningana þína en að eyða þeim í þetta fæðubótarefni.

Branched chain amino acids (BCAA) – Greinóttar amínósýrur
Mjög vinsælt fæðubótarefni og auglýst sem gott efni til að auka endurheimt eftir æfingar og stuðla að vöðvavexti. Fjöldinn alllur af nákvæmum og vel gerðum rannsókum hafa ekki getað staðfest þessa virkni.
Samkvæmt Dr.Stu Phillips séfræðingi í rannsóknum á próteinum við McMaster University í Bandaríkum eru vísindin bakvið noktun BCAA mjög veik og þau stuðla ekki að vöðvavexti. Hann segir að endingu „ ef þú ert að fá nægilega mikið afpróteinum er notkun á BCAA algjörlega ónauðsynleg og algjör peningasóun“.

Þýtt og endurskrifað úr grein sem skrifuð var af Christopher Mohr næringarfræðingi PhD.
http://www.livestrong.com/slideshow/550744-the-20-most-overrated-supplements/

Geir Gunnar Markússon, ritsjóri NLFÍ ritstjori@nlfi.is