Fara í efni

Offita - um faglega meðferð og forvarnir fyrir framtíðina

Í samstarfi við Félag fagfólks um offitu (FFO).
Offita - um faglega meðferð og forvarnir fyrir framtíðina

Offita er ein helsta ógn heilsu mannkynsins í dag. Þær aðferðir sem notaðar hafa verið til forvarna og meðferðar hafa því miður ekki skilað tilætluðum árangri.

Offita er flókið samspil margra þátta sem fjallað verður um á þessu námskeiði.

Samhliða því verður rætt um mikilvægi samvinnu milli fagstétta ef ná skal árangri fyrir þá sem nú þegar glíma við offitu en einnig fyrir framtíðina.


Fjallað verður um helstu markmið og innihald þverfaglegrar offitumeðferðar. Hvaða gildi heildræn meðferð hefur við offitu í samanburði við kúra og skyndilausnir og hvernig árangur í offitumeðferð er mældur. Hvaða meðferð er í boði fyrir einstaklinga með offitu á Íslandi í dag? Kynnt verður nýlegt kanadískt meðferðarúrræði sem kallast 5A og stendur til að nýta hérlendis. Rætt verður um hversu stórt hlutverk mataræði og hreyfing spilar og hvort ein tegund mataræðis og hreyfingar sé betri en önnur til langtíma litið. Spurt verður: Er það að léttast á vigtinni það sem mestu máli skiptir eða eitthvað annað.

Á námskeiðinu er fjallað um:
• Árangursríka meðferð við offitu, kosti og galla mismunandi meðferðarleiða.
• Þau meðferðarúrræði sem í boði eru á Íslandi fyrir fullorðna einstaklinga með offitu.
• 5A, kanadískt meðferðarkerfi við offitu.
• Sýn sjúklingsins og hvernig fagmennska og virðing í samskiptum þarf að haldast hönd í hönd í árangursríkri offitumeðferð.
• Fordóma og gildi sjálfsvirðingar meðal þeirra sem glíma við offitu til að ná árangri og endurheimta heilsu sína til framtíðar.

Ávinningur þinn:
• Að skilja gildi heildrænnar meðferðar við offitu í samanburði við kúra og skyndilausnir.
• Að kynnast helstu aðferðunum í baráttunni við offitu, hvað er í boði á Íslandi, m.a. 5A og hvaða langtíma árangri skila helstu aðferðirnar.
• Að læra inn á áhrifaríkasta mataræðið og hvaða form hreyfingar virðist henta best.
• Að skilja þátt svefns og hvíldar í tengslum við meðferð við offitu.
• Að þekkja áhrif fordóma og virðingarleysis gegn offeitum og skilja áhrif þess er snýr að sjálfsásökun og vanlíðan einstaklingsins.
• Að fá innsýn í það hvað er að vera offeitur á Íslandi.

Fyrir hverja:
Almenning og alla áhugasama um meðferð og forvarnir við offitu.

Snemmskráning til og með 3. apríl

Nánari upplýsingar og skráning á endurmenntun.is eða í síma 525 4444