Fara í efni

Morgunverður – grænkáls quinoa með beikoni

Smá öðruvísi snúningur á þessum quinoa rétt. Jú, hann er nefnilega með beikoni.
Morgunverður – grænkáls quinoa með beikoni

Smá öðruvísi snúningur á þessum quinoa rétt. Jú, hann er nefnilega með beikoni.

Uppskrift er fyrir 6.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hráefni:

12 stór egg

¼ bolli af hreinu grísku jógúrt

½ tsk af salti

½ tsk af pipar

½ tsk af rifnum hvítlauk

½ tsk af laukdufti

1 tsk af ólífuolíu

3 bollar af grænkáli, taka stilka í burtu og saxa fínt niður (sko ekki stilkana)

1 bolli af elduðu og muldu beikoni

2 bollar af elduðu quinoa

½ bolli af rifnuð cheddar osti

Leiðbeiningar:

Taktu stóra skál og hrærðu saman eggin, jógúrt, salt, pipar, rifna hvítlaukinn og laukduftið. Settu til hliðar.

Taktu stóra pönnu og hitaðu ólífuolíuna á meðal hita eða þar til hún er orðin heit. Bættu núna grænkálinu á pönnuna og eldaðu þar til kálið er orðið örlítið stökkt.

Hrærðu núna beikoni saman við og láttu eldast þar til kálið er vel stökkt.

Nú má hræra saman eggjablönduna á pönnuna og hræra þar til suðan kemur upp.

Eggin eiga að vera eins og hrærð (scrambled) þetta tekur um 7-8 mín.

Eftir að eggin eru tilbúin þá skaltu setja quinoa og cheddar ostinn saman við. Hrærðu vel þar til allt er vel blandað saman.

Þetta má bera fram strax eða geyma þar til seinna.

Það má geyma þennan rétt í ísskáp í allt að 5 daga eða frysta í allt að 3 mánuði.

Njótið vel!