Fara í efni

Karamelludraumur og jólabúst! (Matreiðsluþáttur 2)

Hó hó! Í dag deili ég með þér uppáhalds karamellukökunni minni og ljúffengum jólabúst sem gott er að fá sér á milli jólakræsinga! Þetta er leikur einn að útbúa þessa holla og létta kosti og sýni ég þér betur í síðari jólaþætti mínum sem var frumsýndir í gærkvöldi á ÍNN, horfðu á þáttin hér neðar Ef þú misstir af fyrri þættinum, getur þú smellt hér til að horfa á smákökur og kakó!
Ljósmynd: Hörður Sveinsson
Ljósmynd: Hörður Sveinsson

Hó hó!

Í dag deili ég með þér uppáhalds karamellukökunni minni og ljúffengum jólabúst sem gott er að fá sér á milli jólakræsinga!

Þetta er leikur einn að útbúa þessa holla og létta kosti og sýni ég þér betur í síðari jólaþætti mínum sem var frumsýndir í gærkvöldi á ÍNN, horfðu á þáttin hér neðar

Ef þú misstir af fyrri þættinum, getur þú smellt hér til að horfa á smákökur og kakó!

Karamelludraumur

Enginn verður svikinn af þessum æðislega karamelludraum sem er afar einfalt að útbúa.

Þetta er uppskrift úr matreiðslubók Lifðu til fulls,  en við höfum ákveðið að framlengja jólatilboðið til 24.desember!

Botn:

1 bolli pekanhnetur

1 bolli möndlur (lagðar í bleyti í 2 klst eða yfir nótt)

1 ¼ bolli döðlur

1 tsk vanilludropar

salt eftir smekk

Karamellukrem:

1 bolli mjúkar döðlur (fjarlægið steininn)

1 msk vanilludropar

3 msk hunang + 1 tsk stevíudropar frá via health(einnig má nota eingöngu 4 tsk stevíudropa)

½ bolli + 2 msk kókosolía (bráðin)

¼ bolli vatn (eða meira)

1 tsk macaduft (val – ofurfæða sem hefur engin áhrif á bragðið í kreminu)

1) Setjið pekanhnetur í matvinnsluvél, stillið á lægstu stillingu og malið hneturnar vel. Bætið hinu hráefninu út í þar til deigið festist saman. Þrýstið niður í 23 cm smelluform.

2) Hrærið næst döðlur fyrir karamellukrem í matvinnsluvél þar til deigkúla myndast. Bætið hinu hráefninu út í og hrærið þar til áferðin er silkimjúk. Bætið við 1 tsk af vatni, eða meira eftir þörfum, getur verið breytilegt eftir döðlum. Smyrjið kreminu á botninn. Skreytið með pekanhnetum, örlitlu sírópi og/eða bræddu súkkulaði. Kælið í klst eða lengur og berið fram.

Bleikur jólabúst með mandarínum og berjum

Eflir ónæmiskerfi, bætir meltingu og minnkar sykurlöngun!

1 bolli möndlumjólk

2 mandarínur eða 1 appelsína

1/2 bolli trönuber

½ bolli hindber og brómber

1 banani

1 tsk möndlusmjör

2 msk chia fræ

2 dropar stevia með vanillu eða/og hindberjabragði frá via health

klakar

Blandið öllu saman, bætið klökum við út í rest og njótið.

Það er upplagt að bæta við hollari kostum inn á milli jólakræsinga og þessar uppskriftir eru fullkomnar í það.
Skrifaðu mér endilega athugasemdir hér að neðan, það er alltaf ánægjulegt að heyra frá þér og ekki hika við að deila uppskriftunum með vinum á samfélagsmiðlum:)

Það hefur verið ánægjulegt að skrifa ykkur á liðnu ári og óskum við hér hjá Lifðu til fulls ykkur öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs!

Heilsa og hamingja,
JM