Jóga: Ćvafornar leiđbeiningar

Flestir kannast viđ, eđa hafa heyrt um, jóga og tengja ţađ viđ ýmis konar ćfingar til ađ liđka líkamann. Jógastöđur eru vissulega hluti af jóga en fćstir vita ţó ađ jóga eru í raun mörg ţúsund ára gömul vísindi sem innihalda leiđbeiningar um hvernig skal öđlast innri friđ. Uppruna jóga má rekja til norđur Indlands fyrir fimm ţúsund árum en sumir sagnfrćđingar telja ađ ţessi vísindi séu í raun allt ađ tíu ţúsund ára gömul. Orđiđ yoga kom fyrst fyrir í fornum textum veda ritana sem skrifuđ voru af spekingum ţess tíma. Jóga var iđkađ í gegnum ár ţúsundin í Indlandi en varđ ađgengilegt hinum vestrćna heimi á síđustu öld.

Jóga má skipta í átta ţćtti og felur ástundun ţess í sér ađ ćfa sig í ţeim öllum. Ţćttirnir átta eru eftirfarandi; leiđir til ađ taka á samskiptum okkar viđ ytri og innri heiminn ásamt siđferđisgildum (yama og niyama), jógastöđur til ađ efla og halda líkamanum viđ (asanas), stjórnun öndunar til ađ efla og viđhalda lífsorkunni (pranayam), vinna međ skynfćri (pratyahara), einbeiting (dharana), hugleiđsla (dhyana) og tilvera handan sjálfsins (samadhi). Jógastöđur eru ađeins lítill hluti af heildarkerfi jóga en hefur samt sem áđur fengiđ mesta athygli á Vesturlöndum. Ţađ er skiljanlegt ţar sem jógastöđurnar eru ađgengilegasti hluti jóga og ţví einfaldast ađ byrja ţar.

Fyrstu tveir ţćttir jóga eru ţó mikilvćgastir ţar sem ţeir taka á samskiptum okkar viđ innri sem ytri heiminn. Ţeir fćra okkur verkfćri til ađ líta inn á viđ, taka á brestum okkar, setja okkur sjálfum og öđrum mörk og koma fram af kćrleika og heiđarleika. Langi okkur ađ bćta líf okkar í heild sinni ţá er ekki nóg ađ gera líkamann sterkari og liđugri. Viđ ţurfum ađ gera hugann okkar sterkari og verđa liđugri í tilfinningum okkar. Viđ ţurfum ađ skođa innra lífiđ okkar, samskipti viđ ađra og framkomu í ţessum heimi. Bćđi sjáanlega framkomu sem ósýnilega, ţ.e. ţessa sem fer fram í huganum okkar. Jóga í heild sinni veitir okkur tćkifćri til ţess.

Langi ţig til ađ bćta líf ţitt ţá hvet ég ţig til ađ skođa jóga. Rannsaka ţessa ćvafornu frćđi, finna jógakennara sem ţú tengir viđ og leggja af stađ í ferđalag umbreytingar. Ţađ verđur kannski ekki alltaf auđvelt en ţađ verđur ţess virđi. Á ferđalaginu gćtir ţú nefnilega kynnst ţér á nýjan máta og fundiđ ţađ sem viđ öll leitum ađ. Tengingu viđ okkur sjálf og friđsćld í daglegu lífi.

Ingunn Guđbrandsdóttir

Heilsumarkţjálfi, jógakennari og hlaupaţjálfari

Ingunn.is

  • Alvogen


Athugasemdir

Svćđi

  • Um Heilsutorg
  • Twitter
  • Heilsutorg á Facebook
  • Mobile útgáfa af heilsutorg.com
  • Veftré