Fara í efni

HOLLUSTA: Bakaðar kúrbítsstangir

Þessar bökuðu kúrbítsstangir er frábær leið til að fá þá allra matvöndustu til að njóta kúrbíts.
HOLLUSTA: Bakaðar kúrbítsstangir

Þessar bökuðu kúrbítsstangir er frábær leið til að fá þá allra matvöndustu til að njóta kúrbíts.

Þessar stangir eru frábært snakk eða meðlæti með máltíð.

Hráefni:

Smjörpappír eða cooking spray

4 meðal stórir kúrbítar – skera endana af og skera svo hvern kúrbít fyrir sig í lengjur – skera langsöm eftir kúrbítnum

3 stór egg – bara nota hvítuna og þeyta þær

¼ tsk af grófu salti

Ferskur svartur pipar – eftir smekk

1 bolli af heilhveiti brauðraspi

2 msk af Pecorino Romano osti

¼ tsk af hvítlauksdufti

½ bolli af góðri sósu sem nota má sem ídýfu – má sleppa

Leiðbeiningar:

Takið litla skál og handþeytið eggjahvítur, kryddið með salti og pipar. Takið nú poka með ziplock og setjið í hann brauðraspið,hvítlauksduftið og ostinn og hristið vel saman.

Hafið smjörpappírinn tilbúinn og ekki sakar að spreyja hann með cooking spray. Setjið til hliðar.

Dýfið nú kúrbítsstöngum í eggjahræruna og svo í brauðrasp blönduna og endurtakið þar til allar kúrbítsstangir eru tilbúnar.

Raðið stöngunum í einfalda röð á smjörpappírinn og ef þú átt cooking spray þá skaltu spreyja yfir þær.

Bakið á 200 gráðum í 20-25 mínútur eða þar til stangir eru gylltar.

Berið fram með góðri hollri ídýfu eða salsa sósu.

Njótið vel!