Heilsteiktur kjúklingur í bjórsođi međ 20 hvítlauksrifjum frá Eldhúsperlum

Heilsteiktur kjúklingur hittir alltaf í mark á mínu heimili. Ţađ er varla til einfaldari matur og okkur ţykir hann alveg ómótstćđilega góđur. Ţetta er líka svona matur sem tekur litla stund í undirbúningi, mađur hendir inn í ofn og gleymir honum svo ţar til klukkustund seinna.

Ég ákvađ ađ prófa á dögunum ađ elda kjúklinginn ađeins hćgar en venjulega og hafđi ofninn frekar lágt stilltan, auk ţess hafđi ég ţéttan álpappír yfir og bragđgott sođ í botninum á fatinu. Ţađ má ţví eiginlega segja ađ kjúklingurinn hafi gufueldast viđ vćgan hita fyrst um sinn í dásamlegri gufu af bjór, hvítlauk og sítrónum.

Undir lok eldunartímans er hitinn svo hćkkađur hressilega, álpappírinn tekinn af og kartöflum bćtt í fatiđ. Ţá myndast gullin og stökk húđ á fuglinn og útkoman einhver safaríkasti og besti kjúklingur sem viđ höfđum smakkađ.

Kjúklingurinn er svo borinn fram međ himnesku sođinu sem hćgt vćri ađ drekka međ röri. Mér fannst alls ekki koma yfirgnćfandi hvítlauksbragđ af sođinu, viđ svona hćga eldun verđur hvítlaukurinn mjúkur og sćtur og gefur sođinu og kjúklingnum ákaflega gott bragđ sem passar svo einstaklega vel viđ bjórinn í sođinu.

Heilsteiktur kjúklingur í bjórsođi međ 20 hvítlauksrifjum:

 • 1 heill vćnn kjúklingur (1,5-1,7 kg)
 • Ólífuolía
 • Sjávarsalt, nýmalađur pipar og rósmarín
 • 1 sítróna
 • 1 stór laukur
 • 20 hvítlauksrif
 • 330 ml ljós bjór (einnig vćri hćgt ađ nota pilsner)
 • 3 dl kjúklingasođ (1/2 kjúklingateningur+3 dl heitt vatn)
 • 2 bökunarkartöflur
 • 1/2 – 1 sćt kartafla

Ađferđ:

Hitiđ ofn í 150 gráđur. Náiđ ykkur í stórt eldfast mót eđa ofnskúffu. Hreinsiđ kjúklinginn og ţerriđ hann vel međ eldhúspappír. Skeriđ laukinn í ţykkar sneiđar og leggiđ í botninn á fatinu. Makiđ kjúklinginn međ smávegis ólífuolíu og kryddiđ hann vel međ salti og pipar, setjiđ hálfa sítrónu inn í kjúklinginn ásamt 2-3 hvílauksrifjum. Leggiđ kjúklinginn ofan á lauksneiđarnar. Dreifiđ hvítlauksrifjunum í fatiđ ásamt restinni af sítrónunni. Helliđ bjórnum yfir ásamt kjúklingasođi.

Leggiđ álpappír nú vel yfir fatiđ svo gufan sleppi ekki viđ eldun. Setjiđ kjúklinginn inn í ofn í 1 klst (eđa ţar til kjarnhiti í ţykkasta hluta bringunnar er kominn í 60 gráđur).

Takiđ kjúklinginn ţá út og takiđ álpappírinn af. Hćkkiđ ofnhitann í 220 gráđur. Skeriđ kartöflurnar í teninga og dreifiđ í kringum kjúklinginn. Dreifiđ smávegis af ólífuolíu yfir og kryddiđ yfir allt saman međ salti, pipar og rósmarín. Bakiđ áfram í 30 mínútur eđa ţar til hitinn í bringunni er kominn í 70 gráđur. Takiđ kjúklinginn út og leyfiđ honum ađ jafna sig í 15 mínútur áđur en hann er skorinn. 

Uppskrift frá eldhusperlur.com

 

 

 


Athugasemdir


Svćđi

 • Um Heilsutorg
 • Twitter
 • Heilsutorg á Facebook
 • RSS af heilsutorg
 • Mobile útgáfa af heilsutorg.com
 • Veftré