Fara í efni

Geggjað ristað brauð með avókadó og grænkáls tapenade

Súper hollt ristað brauð með avókadó og grænkáls tapenade.
Geggjað ristað brauð með avókadó og grænkáls tapenade

Súper hollt ristað brauð með avókadó og grænkáls tapenade.

Alveg þess virði að skella í tapenade og eiga.

Uppskrift er fyrir tvo.

Hráefni:

2 stór egg – soðin (Poached)

1 þroskað avókadó, hreinsa það til og skera í sneiðar

2 tsk af tahini

2tsk af graskersfræjum

2 tsk af chia fræjum

2 msk af tapenade

Ferskur svartur pipar

Gott og gróft brauð, má vera glútenlaust en þarf að vera gott að rista

Hráefni fyrir tapenade:

1 bolli af ferskum grænkálslaufblöðum

½ bolli af steinalausum ólífum

1 tsk af graskersfræjum

½ tsk af spirulina

1 hvítlauksgeiri

1 msk af sítrónu safa – ferskum

2 tsk af extra virgin ólífuolíu

Klípa af grófu salti

Leiðbeiningar:

Slettu tahini sósu yfir brauðið og bættu svo avókadó sneiðunum ofan á ásamt egginu (poached).

Setjið tapenade hráefnin í blandara og látið blandast saman með því að nota pulse takkann tvisvar. Setjið tapenade í loftæmt ílát.

Bætið matskeið af súperfæðis tapenade ofan á brauðið þitt og skreytið með graskers og chia fræjum.

Berið fram og njótið vel!