Fara í efni

Fljótlegur kjúklingur með kasjúhnetum frá Eldhúsperlum

Yndislegur kjúklingaréttur.
Fljótlegur kjúklingur með kasjúhnetum frá Eldhúsperlum

Uppskrftina fann ég á síðunni hennar Mörthu Stewart fyrir margt löngu síðan en átti alltaf eftir að prófa.

Ég varð sannarlega ekki fyrir vonbrigðum. Prófið þennan.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Kjúklingur með kasjúhnetum (breytt uppskrift af www.marthastewart.com)

  • 700 gr beinlaust kjúklingakjöt t.d læri eða bringur
  • 2 msk maíssterkja eða kartöflumjöl
  • 4 hvítlauksrif, skorin í þunnar sneiðar
  • 4 vorlaukar, smátt saxaðir
  • 3 msk hrísgrjónaedik
  • 1 1/2 dl hoisin sósa
  • 1 lítið brokkolíhöfuð, skorið í smáa bita
  • 100 gr ristaðar kasjúhnetur
  • Salt, pipar, chilliflögur og olía

Aðferð:

Byrjið á að skera kjúklinginn í passlega munnbita, setjið í skál með maíssterkjunni og veltið vel uppúr. Kryddið með salti og pipar.

Hitið 2 msk af olíu á stórri pönnu og steikið kjúklinginn þar til hann er stökkur og nánast eldaður í gegn. Bætið hvítlauknum og vorlauknum á pönnuna, steikið í 1-2 mínútur og hellið þá hrísgrjónaedikinu út á.

Látið sjóða niður í 1 mínútu. Hellið hoisin sósunni yfir ásamt ca. 1/2 dl af vatni, kasjúhnetunum og brokkolíinu. Blandið vel saman og látið sjóða í 2-3 mínútur.

Ég vil hafa réttinn sterkan svo ég bætti við hressilega af muldum chilliflögum. Smakkið til þar til rétturinn er eins og þið viljið hafa hann. Berið fram með hrísgrjónum.

Uppskrift af vef eldhusperlur.com