Fara í efni

Fiskur í karrý-mangósósu

Suma daga er tíminn af skornum skammti og þá er sko sannarlega gott að eiga uppskrift að fljótlegum og bragðgóðum fiskréttum.
Fiskur í karrý-mangósósu

Suma daga er tíminn af skornum skammti og þá er sko sannarlega gott að eiga uppskrift að fljótlegum og bragðgóðum fiskréttum.

Það tekur aðeins um 30 mínútur að elda þennan frábæra fisk í karrý-mangósósu.

Ég nota AB mjólk mjög mikið. Ég borða hana með múslíi, nota hana í brauðbakstur og til að gefa bragð og áferð í ýmsa rétti. Í þessari sósu er hún algjörlega ómissandi.

 

 

 

 

 

 

Hráefni: 

  • 2 dl ósoðið bankabygg
  • 6 dl vatn
  • 600-700 g hvítur fiskur (ýsa, þorskur...)
  • 2 dl AB mjólk
  • 2 tsk karrýduft
  • 1 msk mango chutney
  • Salt og pipar
  • 3 gulrætur
  • 6-8 sveppir
  • 1 laukur
  • Fetaostur

Aðferð:

1) Hitið 6 dl af vatni í potti. Hellið bankabygginu út í þegar vatnið byrjar að sjóða og sjóðið við miðlungshita í 30-40 mín. *(Um að gera að nota soðið bygg/grjón ef þið eigið inni í kæli)

2) Dreifið úr bankabygginu í botninn á eldföstu móti.

3) Hitið olíu á pönnu. Skerið fiskflakið í nokkra smærri bita og steikið létt á pönnu (næstum í gegn en ekki alveg) - kryddið með salti og pipar.

4) Raðið fiskbitunum ofan á bankabyggið.

5) Skerið lauk, gulrætur og sveppi smátt og steikið upp úr olíu á pönnu þar til grænmetið byrjar að mýkjast.

6) Dreifið úr grænmetisblöndunni yfir fiskinn.

7) Hrærið saman AB mjólk, karrýdufti og mango chutney. Smakkið til með salti og pipar. 

8) Hellið sósunni yfir fiskinn og toppið með fetaosti.

9) Bakið í ofni við 180° C í 15 mínútur.

Berið fram með góðu salati.

Dásamleg uppskrift frá Birnumolum.