Fara í efni

DÁSAMLEGUR kjúklingur eldaður að sið miðjarðarhafsins og borinn fram með Orzo salati

Alveg dásamlegur kjúklingaréttur sem er svo tilvalið að elda um helgina.
DÁSAMLEGUR kjúklingur eldaður að sið miðjarðarhafsins og borinn fram með Orzo salati

Alveg dásamlegur kjúklingaréttur sem er svo tilvalið að elda um helgina.

Bakaðar kjúklingabringur og salat að hætti miðjarðarhafsins pakkað af grænmeti og heilhveiti Orzo* ásamt heimagerðir vinaigrette með grískum stæl.

Uppskrift er fyrir 4.

Hráefni:

2 skinn og beinlausar kjúklingabringur – skornar í tvennt

3 msk af extra virgin ólífuolíu – skipta

1 tsk af sítrónukjöti

½ tsk af salti – skipta

½ tsk af ferskum pipar – skipta

¾ bolli af heilhveiti orzo

2 bollar af baby spínat – skera hann í lengjur

1 bolli af niðurskorinni gúrku

1 bolli af niðurskornum tómat

¼ bolli af rauðlauk – saxaður

¼ bolli af muldum feta osti

2 msk af ólífum – skera þær niður

2 msk af sítrónu safa – ferskum

1 hvítlauksgeiri – rífa hann niður

2 tsk af fersku oregano – saxað

Leiðbeiningar:

Forhitið ofninn í 240 gráður.

Takið kjúkling og berið á hann 1 msk af olíunni og dreifið sítrónukjötinu yfir, ásamt ¼ tsk af salti og pipar. Setjið í eldfast mót.

Látið bringur bakast í 25-30 mínútur eða þar til þær eru bakaðar í gegn.

Á meðan kjúklingur er í ofni skal setja vatn í pott á háan hita og láta suðuna koma upp. Bætið orzo í vatnið og látið sjóða í 8 mínútur.

Bætið spínati saman við og látið sjóða í 1 mínútu. Hellið vatni af og hreinsið með köldu vatni.

Helli vel af þessu og færið svo yfir í stóra skál.

Bætið saman við gúrku,tómötum,lauk, feta osti og ólífum. Hrærið saman.

Hrærið svo í litla skál restinni af olíunni, sítrónu safanum, hvítlauk, oregano og restinni af salti og pipar.

Hrærið núna allri dressingunni fyrir utan 1 msk saman við orzo blönduna.

Dreifið rest af dressingu yfir kjúklinginn.

Berið svo fram með fersku salati.

*orzo er tegund af pasta sem minnir einna helst á hrísgrjón en samt örlítið stærri.

Njótið Vel!